Í júlí síðastliðnum fór 4. Flokkur Fram drengja og 4. og 3. Flokkur Fram/Aftureldingar stúlkna í æfingaferð til Spánar nánar tiltekið til Salou sem er staður rétt sunnan við Barcelona á æfinga svæði sem heitir FutbolSalou http://www.futbolsalou.com/ Um var að ræða hátt í 100 krakka hóp. Æfingar gengu vel þrátt fyrir annað loftslag en við eigum að venjast og aðstæður voru allar hinar bestu. Milli æfinga var ýmislegt gert til skemmtunar meðal annars farið í skemmtigarða, á ströndina, verslunarferðir og að ógleymdu ferð á hinn sögufræga leikvang Camp Nou heima völl Barcelona. Allt gekk vel og krakkarnir skemmtu sér frábærlega og eiga vafalaust eftir að lifa á þessum minningum um ókomna tíð. Barna og Unglingaráð vill þakka öllum þeim sem komu að skipulagi þessara ferða, sérstaklega þjálfurum og fararstjórum. Einnig vill BUR þakka öllum þeim sem styrktu krakkana til þessara ferðar án þeirra hefði þetta ekki verið hægt.
Áfram Fram!