fbpx
FRAM - Grótta III vefur

Jafnt gegn Gróttu í kvöld

IMG_2755Við FRAMarar mættum í kvöld liðið Gróttu á Íslandsmótinu í knattspyrnu en leikið var á Seltjarnarnesi. Fínt veður á nesinu í kvöld en ekki margir mættir í stúkuna.
Fyrri hálfleikur var hreinlega leiðinlegur, fátt sem gerðist í leiknum og enn færra sem gladdi augað. Við meira með boltann, fengum færi en ekki mörg,  Orri átti gott skotfæri en hitti boltann illa og við áttum gott færi þar sem boltinn fór í slá. Staðan í hálfleik 0-0.
Síðar hálfleikur var lítið betri, við mest með boltann án þess að skapa mikið af alvöru færum, Indriði átti skalla sem fór í utanverða stöngina en annars fátt um fína drætti.  Við vorum klárlega betri aðilinn í þessum leik en leikurinn var aldrei góður og við náðum aldrei góðum takti í okkar spil.  Lokatölur 0-0.
Úrslitin klárlega vonbrigði en við þurfum að gera betur í næsta leik sem verður á heimavelli gegn Selfoss á þriðjudag. Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!