FRAM-Open var haldið með pomp og prakt föstudaginn 7. ágúst. Veðrið lék við okkur FRAMara í Öndverðarnesinu og gríðarlega góð mæting á mótið eða um 80 spilarar sem mættu til leiks. Mótið var allt hið skemmtilegasta, það voru sagðar sögur, einn og einn að „grobba“ þó aðallega Villi. Mótið gekk vel og voru síðustu hóparnir að koma inn um kl. 16:00 en ræst var út á öllum teigum kl. 11.00 stundvíslega. Veitt voru verðlaun fyrir 1. sætið í höggleik karla og kvenna, verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna.
Sigurvegarar í höggleik:
Jón Hilmar Kristjánsson 73 högg
Magdalena M Kjartansdóttir 95 högg
Sigurvegarar í punktakeppni:
Jón Ólafur Bergþórsson 38 punkta
Ragnar Geir Hilmarsson 36 punkta
Guðmundur Ágúst Guðmundsson 36 punkta
Erna Anine Thorstensen 34 punkta
Halla Sigurgeirsdóttir 31 punkta
Sigrún Björk Guðmundsdóttir 30 punkta
Nándarverðlaun voru veitt á öllum par þrjú brautum, lengsta teighögg karla og kvenna á 7. braut, besta nýting vallar, best klæddu keppendur verðlaunaðir, ásamt því að dregið var úr skorkortum. Allir fengu teiggjöf og matur í mótslok. Vel heppnað mót og skipulag allt hið besta.
ÁFRAM FRAM