Við FRAMarar lékum í kvöld við Val á Reykjavíkurmótinu í handbolta karla, leikið var í Safamýri. Eins og fyrri leikir okkar í mótinu fer þessi ekki í neinar sögubækur nema kannski fyrir það að annar dómarinn þurfti að fara af velli vegna veikinda. BBB hljóp í skarðið og kláraði leikinn með sóma.
Liðin í kvöld voru að mestu skipuð leikmönnum sem hafa ekki leikið mikið að undanförnu og gaman að sjá suma af okkar ungu leikmönnum fá alvöruleik. Við byrjuðum leikinn í kvöld vel og náðum strax yfirhöndinn, vorum yfir allan fyrri hálfleikinn, mestur var munurinn 14-7 að mig minnir. Leikurinn jafnaðist aðeins fyrir hálfleik, staðan í hálfleik 18-13.
Síðari hálfleikur byrjaði vel og við héldum 5-6 marka forskoti lengi framan af hálfleiknum, þá fórum við aðeins fram úr okkur og Valur náði að jafna leikinn. En þá spýttum við aðeins í, Gulli þjálfari kom í vörnina og Halli Þorvarðar í sóknina þótt lítið gagn væri af kappanum, gerði ekki mark. Lokatölur öruggur sigur, 31 -26. Eins og áður sagði vantaði marga í bæði liðin og margir ungir leikmenn að spila mikið, hjá okkur lék Lúðvík Bergmann best en hann setti ein 12-13 mörk, mörg alveg ljómandi falleg. Flottur leikur hjá drengnum, vill sjá meira af þessu hjá honum, Þorsteinn Gauti var svo með 6 mörk en aðrir minna.
Næstu leikir okkar verða í Ragnarsmótinu á Selfossi, gegn Val á miðvikudag, Selfoss á föstudag og Haukur á laugardag. Sjáumst fyrir austan.
ÁFRAM FRAM