fbpx
FRAM - HK vefur góð

Súrt tap á heimavelli í kvöld

IMG_2755Það var smá rok í Úlfarsárdalnum í kvöld, það hlaut eiginlega að koma að því að við fengjum smá vind í dalinn, dálítð kalt og ekki margir mættir í stúkuna.
Við byrjuðum leikinn ágætlega héldum boltanum vel til að byrja með og gáfum ekki nein færi á okkur.   Við vorum líklegri en andstæðingurinn til að setja mark  fyrstu 30 mín leiksins þó við fengjum ekkert dauðafæri. En á 30 mín. gerðum við  skelfileg misstök  sem kostuðu okkur mark, eitthvað sem reyndur leikmaður á ekki að láta henda sig.  Við reyndum áfram að sækja og voru klárlega betra liðið á vellinum en náðum ekki að setja mark.  Á 43 mín. fengum við á okkur annað mark, boltinn barst út í teig eftir horn og við ekki nógu vel með á nótunum og boltinn söng í markinu. Staðan í hálfleik 0-2. Eiginlega skelfilegt að vera tveimur mörkum undir eftir að hafa verið betri allan hálfleikinn.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ágætlega, en svo sem ekki mikið af færum, við samt líklegir að mér fannst.  Á 63 mín. fékk Atli Fannar mjög gott færi en náði ekki að nýta það, hefði átt að gera betur.  Við héldum áfram að reyna en kannski ekki nógu markvissir í okkar aðgerðum.  Orri Gunn sett gott mark á 79 mín. átti þá hnitmiðað skot frá vítateig sem söng í netinu, gott mark.  Eftir markið bættum við í sóknina og reyndum að auka pressuna en við náðum ekki að setja mark. Lokatölur 1-2 tap. Okkur vantar einhverja trú á að við getum þetta og eru ekki nægjanlega markvissir í okkar aðgerðum.   Við getum klárlega meira í fótbolta en náum ekki að vinna þetta saman sem lið.  Hrikaleg vonbrigði að tapa þessum leik.  Hafþór Már varð að fara af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa skallað boltann,  drengurinn datt hreinlega út í smá stund og ljóst að hann hefur ekki jafnað sig á þeim höfuðmeiðslum sem hann varð fyrir snemma í sumar.  Ljóst að hann verður að jafna sig betur og mun ekki leika meira á þessu tímabili.  Næsti leikur er á laugardag gegn Þrótti í Laugardalnum, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!