fbpx
Góð vefur

Flottur FRAM sigur gegn Álftanesi í kvöld

Guðrún ÓÞað var allt dottið í dúna logn í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar stelpurnar okkur mættu Álftanesi í síðasta leik sínum á þessu tímabili.  Það var ljóst fyrir þennan leik að við myndum ekki ná inn  í úrslitakeppnina og því var ekki að miklu að keppa. Stelpurnar hafa leikið vel í sumar sérstaklega þegar líða tók á tímabilið með einni undantekningu. Liðið var fyrir leikinn  í 4 sæti  deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki en gat með sigri náð 3 sætinu ef önnur úrslit yrðu hagstæð.
Það var ljóst að stelpurnar voru vel stemmdar fyrir leikinn, léttleiki yfir mannskapnum og almenn gleði í hópnum.  Við byrjuðum leikinn vel og náðum að setja mark strax á 8 mín. þegar Guðrún Olsen gerði gott mark, stelpan er með þetta marka nef, vel gert. Það sem eftir lifði hálfleiks skiptust liðin á að sækja, við þó með undirtökin án þessa að bæta við marki. Fengum færi til að bæta við en  staðan í hálfleik 1-0. Við mun betri í fyrri hálfleik.
Við mættum sprækar til leik eftir pásu, það var hreinlega hægt að lesa það úr andlitum leikmann að þær ætluðu að vinna þennan leik.  Við héldum áfram að sækja en náðum ekki að nýta færin, eitthvað erfitt að hitta markið.  Þegar leið á leikinn slökuðum við aðeins á og andstæðingurinn komst aðeins inn í leikinn.  Við náðum þó að halda út leikinn og sigruðum verðskuldað, lokatölur 1-0. Þessi úrslit þýða það að við endum í 3 sæti í riðlinum með 20 stig tveimur stigum meira en Víkingur Ó.  Flottur sigur og flottur árangur hjá stelpunum okkar. Takk fyrir sumarið.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!