fbpx
IMG_2646 vefur

Yfirlýsing frá stjórn Knattspyrnudeildar FRAM

IMG_2774Vegna atviks sem átti sér stað á meðan á leik Fram og Selfoss stóð í gær, þegar stjórnarmaður í knattspyrnudeild reyndi að hafa afskipti af störfum þjálfara, skal áréttað að stjórn knattspyrnudeildar hefur tekið á málinu og mun viðkomandi stjórnarmaður stíga til hliðar.
Stjórn knattspyrnudeildar Fram harmar uppákomuna og lýsir yfir fullum stuðningi við Pétur Pétursson þjálfara. Stjórnin hvetur alla Framara til að snúa nú bökum saman í baráttunni fyrir áframhaldandi sæti í 1. deild.

Áfram Fram !

Sverrir Einarsson
Formaður Knattspyrnudeildar FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!