Vegna atviks sem átti sér stað á meðan á leik Fram og Selfoss stóð í gær, þegar stjórnarmaður í knattspyrnudeild reyndi að hafa afskipti af störfum þjálfara, skal áréttað að stjórn knattspyrnudeildar hefur tekið á málinu og mun viðkomandi stjórnarmaður stíga til hliðar.
Stjórn knattspyrnudeildar Fram harmar uppákomuna og lýsir yfir fullum stuðningi við Pétur Pétursson þjálfara. Stjórnin hvetur alla Framara til að snúa nú bökum saman í baráttunni fyrir áframhaldandi sæti í 1. deild.
Áfram Fram !
Sverrir Einarsson
Formaður Knattspyrnudeildar FRAM