Strákarnir okkar í 3. fl.ka. tryggðu sér í gær sæti í úrslitaleik bikarkeppni kSÍ. Leikið var gegn eyjapeyjum í eyjum og unnu okkar drengir leikinn 3-0. Þar með var sæti í úrslitaleiknum tryggt. Í úrslitum munum við mæta liðið Keflavíkur en úrslitaleikurinn hefur verið settur á laugardaginn 5. september kl. 12:00 en leikstaður hefur ekki verið ákveðinn. Sannarlega flott hjá drengjunum og það verður spennandi að fylgjast með úrslitaleiknum. Nánar um hann síðar.
ÁFRAM FRAM