fbpx
Arnar freyr vefur

Arnar Freyr Arnarsson og Óðinn Þór frábærir á HM U-19

U-19_Russland40óðinn-þór-ríkharðsson-u-19Arnar-freyr-arnarssonÞað hefur varla farið fram hjá neinum handbolta áhugamanni að landslið Íslands U-19 hefur verið að spila gríðarlega vel í sumar.  Við FRAMarar er gríðarlega stoltir af því að eiga tvo leikmenn sem hafa spilað stór hlutverk í þessu landsliði Íslands U-19 en það eru þeir Arnar Freyr Arnarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson.  Arnar Freyr leikur sem línumaður og  leikur stórt hlutverk í varnarleik liðsins, Óðinn Þór leikur í stöðu hægri hornamanns og hefur verið iðinn við að skora, varð næst markahæstur á HM en drengurinn setti 65 mörk á mótinu.   Óðinn var svo í mótslok valinn í úrvalslið mótsins  og óskum við honum til hamingju með þann mikla heiður.   Arnar Freyr er uppalinn í FRAM en Óðinn gekk til liðs við FRAM í sumar frá HK.  Það verður spennandi að fylgjast með þessum strákum í vetur og á næstu árum því báðir eru þeir mikið efni.

Við FRAMarar óskum strákunum í U-19 innilega til hamingju með árangurinn á HM og þá sérstaklega okkar leikmönnum  þeim Arnari og Óðni.

Til hamingju strákar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!