fbpx
basti vefur

Jafnt í Laugardalnum í dag

Maggi LuÞað var glæsilegt fótboltaveður á Valbjarnarvelli í dag þegar við FRAMarar mættum Þrótti. Völlurinn mjög þokkalegur, blautur, sem gefur leiknum alltaf smá auka möguleika á einhverju skemmtilegu.  Þróttarar sennilega mjög menningarlega sinnaðir því það var léleg mæting á völlinn.
Við byrjuðum leikinn í dag ekkert sérstaklega vel, gáfum færi á okkur og vorum klaufar varnarlega. Leikurinn var samt nokkuð jafn fyrstu 15 mín. leiksins.  En á 15 mín. gerðum við gott mark þegar Maggi Lú sendi knöttinn í markið af stuttu færi eftir skalla frá Indriða.  Góður skalli og fín afgreiðsla hjá Magga.  Eftir markið var jafnræði með liðunum en á 24 mín fékk Atli Fannar dauðafæri sem hann hefði átt að nýta betur og koma okkur í góða stöðu en það heppnaðist ekki. Þróttarar náðu að jafna leikinn á 35 mín. þegar við gleymdum okkur varnarlega og Ingibergur var skilinn eftir aleinn. Við aðeins í vandræðum, en á 41 mín. gerðum við flott mark eftir aukaspyrnu frá Magga Lú en þá skallaði Sebastien í marki, ljómandi vel gert mark.  Staðan í hálfleik 1-2.  Við lékum fyrri hálfleikinn bara nokkuð vel gáfum ekki mikil færi á okkur, góð barátta í liðinu og útlitið gott.
Síðari hálfleikur var bara góður hjá okkur lengst af, við gáfum enginn færi á okkur og voru alltaf líklegir fram á við.  Við fengum á okkur mark á 70 mín. eftir aukaspyrnu sem við áttu ekki að gefa, algjörlega óþarfa brot af okkar hálfu.  Það var bullandi fjör í leiknum það sem eftir lifði leiks, bæði liðin sköpuðu færi og spenna í loftinu.  Við vildum fá víti þegar Indriða var hrint í teignum og eins vildum við fá mark þegar Þróttarar björguðu á línu en finnskur dómari leiksins gaf okkur ekkert.  Var algjör gunga þessi Finni og dæmdi sérkennilega þó hann hafi ekki verið beint slakur.  Lokatölur í dag 2-2, kannski ásættanlegt en hefðum viljað meira, við hefðum alveg átt það skilið.  Við spiluðum vel í dag og mun betur en í síðustu leikjum, mjög gott að fá Ingiberg aftur í vörnina, liðið var allt að spila betur. Vel gert drengir, þurfum að mæta með þetta hugafar í næsta leik sem er gegn Bolungarvík í Úlfarsárdalnum eftir slétta viku, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!