fbpx
20150823_130225

Frábær stemmning á hraðmóti Fram 2015 í 6.flokki drengja

6. fl.ka. mót úlfarsárdal  ágúst 20156. ka. safamýriÁ sunnudag stóð Barna- og unglingaráð (BUR) fyrir móti fyrir 6.flokk drengja í knattspyrnu.  Um 400 þátttakendur mættu frá 6 félögum,  HK, Þróttur, Grótta, Fjölnir, Stjarnan ásamt gestgjöfunum Fram.  Leikið var bæði í Úlfarsárdal og í Safamýri á sama tíma.  Leikið var á 5 völlum á hvorum stað samtals 10 völlum og á milli leikja voru þrautir fyrir þátttakendur, svo sem skotkeppni og vítakeppni, þar sem þátttakendur gátu unnið til verðlauna.

Þar sem þetta var lokamót 6. flokks þá var liðunum raðað þannig að vinir og félagar léku saman í liði og var liðunum ekki styrkleikaraðað og úrslit voru ekki skráð og allir voru því sigurvegarar.  Almenn ánægja var með mótið á meðal þeirra liða sem mættu og og er ekki ólíklegt að mótið muni stækka á komandi árum.  Undirbúningur fyrir næsta mót er þegar hafinn og óskar BUR eftir góðum styrktaraðilum til að koma að þessu.

BUR vill þakka öllum þeim sem komu að því að styrkja mótið, Lambhaga, Innnes, Netsöfnun og Jóa Útherja.  Einnig viljum við þakka öllum þeim starfsmönnum sem komu að skipulagi mótsins, dómurum og starfsmönnum í veitingasölu.  Án þessa góða hóps hefði mótið ekki getað orðið að veruleika.

Segja má að Framsvæðin í Safamýri og Úlfarsárdal hafi iðað af mannlífi þennan frábæra dag og var þetta góður endir á menningarhelgi.

Barna- og unglingastarf knattspyrnudeildar Fram fer ört vaxandi hjá félaginu og fjölgar iðkendum verulega ár frá ári og BUR þarf því fleira fólk til að koma að starfinu, áhugasamir geta haft samband við stjórn deildarinnar.

Áfram Fram.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!