Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, heimsmeistari og væntanlegur kandídat Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Við erum gríðarlega ánægð með að fá Meisam í okkar raðir og ljóst að við getum öll lært mikið af þessum frábæra taekwondo-kappa.
Æfingarnar byrja kl. 18:00 þriðjudaginn 1. september í Ingunnarskóla og eru allir velkomnir, bæði þeir sem vilja horfa á æfinguna og þeir sem vilja æfa.
Taekwondodeild FRAM