Við FRAMarar mættum Þrótti á Reykjavíkurmótinu í handbolta í kvöld en leikið var í Safamýrinni. Guðlaugur þjálfari stillti upp breyttu liði frá því um helgina, margir ungir leikmenn að spila mikið sem er flott og þeir sýndum oft á tíðum flottan leik. Ljóst að við eigum drengi sem fara mjög bráðlega að gera tilkall til þessa að spila meira í okkar sterkasta liði.
Leikurinn í kvöld var ekkert sérstakur í fyrri hálfleik, við ekki að spila vel, svona smá slen yfir mannskapnum. Það var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik, staðan eftir 30 mín. 10 – 10.
Síðari hálfleikur var mun betri, leikmenn tóku meira af skarið og gerðum mörg ágæt mörk. Varnarleikurinn var ekki nógu góður en batnaði þegar líða tók á leikinn ásamt því að Daníel fór að verja í markinu. Annars var jafnt á flestum tölum fyrstu 15 mín. hálfleikisins en svo fóru leiðir að skilja. Við kláruðum þetta svo í lokinn, held að Þróttur hafi ekki gert mark síðustu 8 mín. leiksins. Lokatölur öruggur FRAM sigur 28-20. Ragnar Kjartansson gerði 8 mörk átti góðan leik og Luðvík Thorberg setti 6 mörk.
Strákarnir okkar munu svo á fimmtudag skella sér norður til Akureyri þar sem þeir taka þátt í Opna norðlenska. Þar munu þeir mæta Akureyri, UMFA og Gróttu. Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM