Þó að lítið hafi farið fyrir fréttum af meistaraflokki kvenna undanfarið er það ekki vegna þess að þær séu enn í sumarfríi. Öðru nær. Þær hófu æfingar um miðjan júlí eftir stutt frí og hafa æft stíft síðan þá.
Um liðna helgi héldu þær til Vestmannaeyja og léku tvo æfingaleiki. Á föstudaginn gerði liðið jafntefli við lið Gróttu og sigraði síðan lið ÍBV á laugardaginn.
Í kvöld hefst síðan hið árlega Subway mót sem Grótta stendur fyrir. Mótið byrjar í kvöld, síðan er leikið á fimmtudag, föstudag og úrslitaleikir um sæti á laugardaginn. Mótið verður leikið í Hertz höllinni úti á Seltjarnarnesi.
FRAM er með Aftureldingu og Haukum í riðli og í hinum riðlinum eru síðan Grótta, Stjarnan og Fjölnir.
Leikirnir eru annars þessir:
MIÐVIKUDAGUR
Grótta – Stjarnan kl. 18:30 í Hertz-höllinni
Fram – Afturelding kl. 20:15 í Hertz-höllinni
FÖSTUDAGUR
Stjarnan – Fjölnir kl. 18:30 í Hertz-höllinni
Haukar – Fram kl. 20:15 í Hertz-höllinni
LAUGARDAGUR
Leikur um 5.sætið kl. 10:00 í Hertz-höllinni
Leikur um 3.sætið kl. 12:00 í Hertz-höllinni
Leikur um 1.sætið kl. 14:00 í Hertz-höllinni
Endilega kíkið við og styðjið stelpurnar okkar.
ÁFRAM FRAM