fbpx
Ragnheiður  Fylkir vefur

Fréttir af meistaraflokki kvenna handbolta

FRAM - Fylkir Mfl.kv. 014Þó að lítið hafi farið fyrir fréttum af meistaraflokki kvenna undanfarið er það ekki vegna þess að þær séu enn í sumarfríi.  Öðru nær.  Þær hófu æfingar um miðjan júlí eftir stutt frí og hafa æft stíft síðan þá.
Um liðna helgi héldu þær til Vestmannaeyja og léku tvo æfingaleiki.  Á föstudaginn gerði liðið jafntefli við lið Gróttu og sigraði síðan lið ÍBV á laugardaginn.
Í kvöld hefst síðan hið árlega Subway mót sem Grótta stendur fyrir.  Mótið byrjar  í kvöld, síðan er leikið á fimmtudag, föstudag og  úrslitaleikir um sæti á laugardaginn.  Mótið verður leikið í Hertz höllinni úti á Seltjarnarnesi.

FRAM er með Aftureldingu og Haukum í riðli og í hinum riðlinum eru síðan Grótta, Stjarnan og Fjölnir.
Leikirnir eru annars þessir:

MIÐVIKUDAGUR
Grótta – Stjarnan kl. 18:30 í Hertz-höllinni
Fram – Afturelding kl. 20:15 í Hertz-höllinni

FÖSTUDAGUR
Stjarnan – Fjölnir kl. 18:30  í Hertz-höllinni
Haukar – Fram kl. 20:15   í Hertz-höllinni

LAUGARDAGUR
Leikur um 5.sætið kl. 10:00  í Hertz-höllinni
Leikur um 3.sætið kl. 12:00  í Hertz-höllinni
Leikur um 1.sætið kl. 14:00   í Hertz-höllinni

Endilega kíkið við og styðjið stelpurnar okkar.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!