fbpx
Guðrún Ósk vefur

Öruggur FRAM sigur gegn UMFA

Ragnheiður  FylkirFRAM hóf leik á Subway móti Gróttu í kvöld og var fyrsti leikurinn gegn Aftureldingu.
FRAM byrjaði af krafti og náði strax þægilegri forystu.  Í lok fyrri hálfleiks var aðeins slakað á og Afturelding minnkaði muninn.  Staðan í hálfleik var 15 – 7.
Í seinni hálfleik byrjaði FRAM vel og Guðrún lokaði í markinu.  Eftir um 20 mínútur í seinni hálfleik var munurinn orðinn 18 mörk, 27 – 9.  Sá munur hélst til loka leiks sem endaði með öruggum sigri FRAM 32 – 14.
Það reyndi e.t.v. ekki mikið á FRAM liðið í kvöld, til þess var andstæðingurinn ekki nógu öflugur, með fullri virðingu fyrir Aftureldingu sem er með ungt og óreynt lið. Guðrún Ósk stóð í markinu í kvöld og varði um 20 skot.
Mörk FRAM skoruðu: Ragnheiður 7, Hekla 5, Elísabet Gunnars 4, Guðrún Jenný 3, Ásta Birna 3, Hulda 3, Hafdís 2, Íris 2, Sigurbjörg 2 (úr vítum) og Elísabet Mjöll 1.
Næsti leikur FRAM í Subway mótinu er á föstudaginn 28. ágúst kl. 20.15 á móti Haukum og fer hann einnig fram í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!