fbpx
Fram-BÍ og HKVik 040

Góður sigur á BÍ/Bolungarvík

Fram-BÍ og HKVik 038Enn og aftur var blíða í Úlfarsárdalnum þegar við mættum BÍ/Bolungarvík í dag.  Það var þokkaleg mæting á leikinn, hátið í Leirdalnum og það hefur kannski haft einhver áhrif.  Daði Guðmundsson var heiðraður fyrir leikinn en drengurinn var að leika leik nr. 400 fyrir FRAM, algjörlega magnað. Ég held að þetta met Daða verði ekki jafnað í bráð, til hamingju „Herra FRAM“  Daði Guðmundsson.
Leikurinn í dag byrjaði ágætlega og við sterkari aðilinn, það var ljóst að leikmenn voru ágætlega undirbúnir.  Sigurður Gísli Snorrason kom okkur yfir á 13 mín. þegar hann þrumaði knettinu í markhornið, mjög flott mark hjá drengnum.   Eftir markið var leikurinn í jafnvægi og við ekki mikið betri en þeir að vestan.  Leikurinn var því tíðindalítill fram að hléi og fátt um færi. Staðan í hálfleik 1-0.  Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel, alls ekki nægur kraftur í okkar leikmönnum.  Við misstum eiginlega tökin á honum fyrstu 20 mín. síðari hálfleiksins og það kom ekki á óvart að BÍ skildi jafna leikinn á 70 mín.  Við náðum lítið að halda boltanum á þessum kafla og sköpuðum mjög fá færi. En það kviknaði líf í okkar mönnum eftir markið, menn skiptu hreinlega um gír.  Ferlegt að menn skuli ekki spila allan leikinn af þessum krafti.  Það fór sem sagt allt að gerast á næstu mínútum og á 81 mín. gerði Orri Gunnars auðvelt mark eftir skrautlegt úthlaup markvarðar BÍ.  Orri kláraði þetta færi af öryggi og yfirvegun, vel gert.  Orri var svo aftur á ferðinn á 85 mín. þegar hann skaut hnitmiðuðu viðstöðulausu skoti á marki eftir góða sendingu frá Atla, góð sókn sem Orri hóf og endaði með aðstoð Atla, vel gert.  Leikurinn rann svo út eftir þetta og gríðarlega mikilvægur 3-1 sigur í höfn.  Tveir ungir FRAMarar komu inná undir lokin, þeir Arnór Aðalsteinsson og Halldór Þórðarsson fengu að spreyta sig, alltaf gaman að sjá uppalda leikmenn spila leiki í meistaraflokki.   Leikurinn í kvöld var kannski ekki okkar besti leikur en stigin mikilvæg og það er það sem telur.  Næsti leikur er gegn HK í Kórnum á föstudag,  sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!