Fram-BÍ og HKVik 044

Tap gegn HK/Víking í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum

Fram-BÍ og HKVik 051Það var áfram blíða í Úlfarsárdalnum í dag þegar stelpurnar okkar mættu HK/Víkingi í 8 liða úrslitum, um sæti í efstu deild að ári.  Þetta var fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn verður á þriðjudag í Víkinni.  Það lið sem hefur betra vinningshlutfall eftir þessa tvo leiki fer áfram í 4 liða úrslit osfv.
Það var góð mæting á leikinn og skemmtilegt að sjá hvað það eru margir sem mæta á leik kvenna liðsins.
Leikurinn í dag var ágætur, stelpurnar mættu frískar til leiks og greinilegt að þær ætluðu að leggja allt í þennan leik.  Það var samt ljóst að við værum að spila við nokkuð gott lið og því var á brattan að sækja. Við náðum ekki að skapa mörg færi í fyrri hálfleik en börðumst vel.  Við fengum á okkur mark eftir misstök í vörninni, leiðinlegt að fá á sig svona mark eftir að hafa varist vel. Staðan í hálfleik var 0-1.  Við héldum uppteknum hætti í síðari hálfleik, létum finna fyrir okkur og það fór í skapið á Víkingsstelpum. Við náðum ekki að skapa mörg færi þessum hálfleik heldur,  en vörðumst vel.  Við fengum á okkur annað mark á 59 mín. eftir að Lucy hafði varið boltann í stöng.  Við reyndum hvað við gátum að minnka muninn vitandi að það gæti skipt máli í síðari leiknum en það gekk ekki í dag, lokatölur 0 – 2 tap.   Við verðum að mæta algjörlega brjálaðar í leikinn á þriðjudag þá er allt undir og það er enn möguleiki á því að komast lengra í þessari keppni.  Sjáumst á þriðjudag í Víkinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email