Daði Guðmundsson lék sinn 400. leik fyrir FRAM í gær. Daði náði þessum merka áfanga gegn BÍ/Bolungarvík og hreint magnað að vera búinn að leika 400 leiki fyrir FRAM.
Daði er fæddur árið 1981 og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1997 og hefur leikið óslitið fyrir FRAM frá þeim tíma. Það eru ekki margir leikmenn í dag sem halda tryggð við sitt uppeldisfélag og því er ósennilegt að þetta met Daða verði slegið alveg á næstunni. Við skulum samt vona að við séum með leikmenn í félaginu sem munu gera atlögu að metinu með tíð og tíma.
Knattspyrnufélagið FRAM óskar Daða til hamingju með leikina 400, takk fyrir okkur Daði.
ÁFRAM FRAM