Strákarnir okkar í handboltanum urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í handbolta 2015. Þeir voru reyndar búnir að tryggja sér titilinn fyrir leikinn í kvöld en ekkert lið gat náð okkar mönnum að stigum. Leikurinn var því ekki settur upp sem neinn úrslitaleikur heldur var hann liður í undirbúningi fyrir Íslandsmótið sem hefst eftir rúma viku. Það má segja að þessi leikur sé síðasti formlegi leikurinn hjá liðinu fyrir fyrsta leik á Íslandsmótinu en þjálfarar liðsins fá núna 8 daga til fín pússa það sem þarf að laga fyrir fyrsta leik sem verður gegn FH í Kaplakrika.
Leikurinn í kvöld var ágæt skemmtun og mikið skorað, ekk mikið lagt í þennan leik af okkar hálfu, nú er stefna sett á að koma liðinu saman fyrir fyrsta leik . Urslit dagsins tap 33-30. Meira síðar en titill í húsi.
ÁFRAM FRAM