fbpx
FRAM - HK vefur góð

Tap gegn HK í Kórnum

IMG_2638Það var ágætt veður í Kórnum þegar við FRAMarar mættum HK á Íslandsmótinu í fótbolta í kvöld. Það var illa mætt og engin stemming í húsinu.  Það má segja að það hafi verið í takti við leikinn sem var svo boðið upp á, þó lifnaði aðeins yfir leiknum umfram stemminguna þegar líða tók á leikinn.
Fyrri hálfleikur var mjög svo bragðdaufur, fátt um færi og hreinlega mjög lítið að gerast.  Liðin náðu ekki að splia vel saman og einhvern veginn ekkert að gerast.  Staðan í hálfleik 0-0.
Síðari hálfleikur byrjað alveg eins og sá fyrri, það gerðist hreinlega ekkert í 20 mín. eða svo. Þá var eins leikmenn tækju loks við sér og menn fóru að taka aðeins afskarið.  Við fórum að að skapa færi á færibandi, fengum fimm til sex færi eftir góð upphlaup á næstu 10 mín. Við miklu betri síðustu 25 mín. leiksins en náðum því miður ekki að koma boltanum í markið, það vantaði aðeins grimmd eða áræðni, uff.  Veit hreinlega ekki hvað vantar í okkur til að klára þessa leiki okkar, kann ekki að skýra þetta.  Við fengum svo á okkur mark í uppbótartíma en þá var dæmt á okkur víti fyrir litlar sakir að mér fannst.  Lokatölur í kvöld 1-0 tap staðreynd.   HK fékk eitt færi í síðari hálfleik og svo sókn sem endaði með víti.  Þó við værum svo sem ekkert afburða lið á vellinum þá voru þessi úrslit vonbrigði. Það er veruleg deifð yfir okkar leik, margir leikmenn geta gert betur, um það er ég sannfærður.  Næsti leikur er á heimavelli  gegn Víkingum frá Ólafsvík en það verður jafnframt okkar síðasti heimaleikur þetta árið. Hvet alla FRAMara til að fjölmenna.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!