fbpx
vefur goð

FRAM Bikarmeistari í 3. fl.karla

unnar markHelgi VitiIMG_3107IMG_3121Í dag  léku strákarnir okkar í 3. fl.ka. til úrslita í bikarkeppni KSÍ.  Leikið var í Keflavík gegn heimamönnum, bæði þessi lið leika í B deild Íslandsmótsins og höfðu á vegi sínum í úrslitaleikinn rutt úr vegi mörgum af efstu liðum A deildarinnar.  FRAM og Keflavík  hafa leikið tvo leiki  í sumar og unnið hvort sinn leikinn með minnsta mun.  Það var því ljóst að þessi leikur yrði gríðarlega spennandi.
Það var svona suðurnesja veður í dag,  rok og rigning, en það stytti þó upp rétt fyrir leik. Völlurinn gríðarlega flottur og aðstæður allar hinar bestu.
Fyrri hálfleikur byrjaði fjörlega, bæði liðin greinilega vel stemmd fyrir leikinn, við lékum gegn sterkum vindi  og vorum smá tíma að átta okkur á honum án þess að lenda í vandræðum.  Við tókum svo smátt og smátt völdin á vellinum, við settum mark á 24 mín. en þar var að verki Unnar Ingvarsson.  Unnar skallaði knöttinn laglega í markið eftir hornspyrnu, 0-1.  Við héldum áfram að halda boltanum og náðum ágætu spili gegn sterkum vindinum.  Við bættum við marki á 36 mín. þegar dæmd var vítaspyrna á Keflavík eftir að leikmaður þeirra varði fyrirgjöf með hendi, ekkert við þessu að gera en fúlt að fá svona víti á sig. Helgi Guðjónsson fór á punktinn og skoraði örugglega. Við kláruðum svo hálfleikinn örugglega og staðan í hálfleik 0-2.
Síðari hálfleikur byrjaði líka vel, við meira með boltann, áttum nokkur góð færi og skot en náðum ekki að bæta við.  Við hleyptum andstæðingnum ekkert inn í leikinn nema síðustu 10 mín. þegar við bökkuðum aðeins og fórum  að verja okkar stöðu. Við gáfum samt enginn færi á okkur og alltaf líklegir fram á við.  Lokatölur 0-2 sigur og bikarmeistaratitillinn í höfn. Strákarnir voru virkilega flottir í leiknum, mættu einbeyttir, vörðust vel og óhræddir við að halda boltanum.  Flottur leikur og algjörlega verðskuldaður sigur hjá FRAM.

Til hamingju með titilinn FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!