fbpx
Ragnarsmótsmeistarar 2015 vefur

Mfl. kvenna sigraði á Ragnarsmótinu á Selfossi

Ragnarsmótsmeistarar 2015

Meistaraflokkur kvenna tók þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi fyrir og nú um helgina.  FRAM var í riðli með Selfoss og FH en í hinum riðli mótsins voru lið Gróttu, ÍBV og HK.

Á fimmtudagskvöldið lék FRAM við lið heimakvenna í Selfossi.  Þar var um jafnan og spennandi leik að ræða fram á síðustu mínútu, þar sem FRAM hafði betur 30 – 29 eftir að Selfoss misnotaði víti á lokasekúntunum.  Mörk FRAM skorðuðu; Ragnheiður 13, Hildur 6, Ásta 3, Elísabet 2, Hekla 2, Hafdís 2 og Elva 2.

Á föstudagskvöldið þá lék FRAM við FH.  FRAM náði fljótt nokkru frumkvæði í leiknum og leiddi með   3 – 4 mörkum.  Sá munur hélst út leikinn að mestu.  FRAM sigraði 22 – 18 eftir að hafa verið yfir 13 – 9 í hálfleik.  Mörk FRAM skoruðu; Ragnheiður 5, Hafdís 3, Hildur 3, Íris 2, Elísabet 2, Hekla 1, Marthe 1, Ásta 1, Sigurbjörg 1, Elva 1, Kristín 1 og Hulda 1.
Í gær laugardag, var síðan leikið til úrslita við lið Gróttu sem hafði unnið HK og gert jafntefli við ÍBV.  FRAM byrjaði ekki vel.  Lenti strax 0 – 3 undir og var einu marki undir í hálfleik 6 – 7.  Í seinni hálfleik náði FRAM hins vegar fljótlega yfirhöndinni og var komið þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn.  Munurinn jókst svo til loka leiks sem endaði með öruggum sigri FRAM 19 – 13.  Mörk FRAM skoruðu; Elísabet 4, Ragnheiður 3, Hildur 3, Íris 2, Ásta 2, Elva 2, Hafdís 1, Hekla 1 og Hulda 1.

Ágætis æfingamót sem fór í að prófa hluti og sjá hvar liðið stendur gagnvart öðrum liðum í deildinni.  Í lok móts voru ýmsar viðurkenningar veittar og féllu tvær í skaut FRAM.  Guðrún Ósk var valinn besti markvörðurinn og Hildur var valinn besti sóknarmaðurinn.  Mótið í heild góður undirbúningur fyrir deildarkeppnina sem hefst á laugardaginn eftir viku með heimaleik gegn fyrnasterku liði ÍBV. Í lokin ber sérstaklega að geta frammistöðu Steinunnar Björnsdóttur, sem stóð sig frábærlega í hlutverki, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og liðsstjóra um helgina.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!