fbpx
4

4. fl. kvenna lék í úrslitum Íslandsmótsins í fótbolta um helgina

4.fl.kv. A 2015Stelpurnar  í 4. fl. kvenna  A, tóku um helgina þátt í úrslitum á Íslandsmótinu í fótbolta en leikið var á Egilsstöðum.  Um er að ræða úrslita-helgi fjögurra liða og leika allir við alla.  Auk FRAM tóku Höttur, FH og Fylkir þátt í þessari úrslitakeppni.  Okkar stelpur stóðu sig vel  þó þær næðu ekki að sigra  mótið.  Þær biðu lægri hlut gegn FH og Fylkir en náðu að sigra Hött í spennandi lokaleik.
Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega í sumar, hafa lagt sig virkilega fram, sýnt framfarir og það er gríðarlegur munur á þeirra leik frá því um áramót.
Stelpurnar skemmtu sér konunglega um helgina og nutu samverunnar í höfuðstað austurlands í botn.  Vel gert stelpur og ef þið haldið áfram á þessari braut munum við sjá ykkur í meistaraflokki  á næstu árum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!