fbpx
4

4. fl. kvenna lék í úrslitum Íslandsmótsins í fótbolta um helgina

4.fl.kv. A 2015Stelpurnar  í 4. fl. kvenna  A, tóku um helgina þátt í úrslitum á Íslandsmótinu í fótbolta en leikið var á Egilsstöðum.  Um er að ræða úrslita-helgi fjögurra liða og leika allir við alla.  Auk FRAM tóku Höttur, FH og Fylkir þátt í þessari úrslitakeppni.  Okkar stelpur stóðu sig vel  þó þær næðu ekki að sigra  mótið.  Þær biðu lægri hlut gegn FH og Fylkir en náðu að sigra Hött í spennandi lokaleik.
Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega í sumar, hafa lagt sig virkilega fram, sýnt framfarir og það er gríðarlegur munur á þeirra leik frá því um áramót.
Stelpurnar skemmtu sér konunglega um helgina og nutu samverunnar í höfuðstað austurlands í botn.  Vel gert stelpur og ef þið haldið áfram á þessari braut munum við sjá ykkur í meistaraflokki  á næstu árum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0