fbpx

Tap gegn FH í Krikanum

IMG_3147Strákarnir okkar í handboltanum léku í kvöld sinn fyrsta leika á Íslandsmótinu í handbolta, leikið var gegn FH í Hafnarfirði.  Það er alltaf smá spenna fyrir fyrsta leik, aldrei að vita hvað boðið er uppá þegar liðin mæta til leiks fyrir alvöru. Það var ekki mikil stemming í Krikanum í kvöld og frekar illa mætt frá báðum liðum.
Leikurinn í kvöld byrjaði ljómandi vel vörnin var bara góð, Kristófer vel á verði og sóknarleikurinn bara líflegur.  Við náðum strax forskoti og staðan eftir 10 mín 2-5 og 5-10 eftir 20 mín við algjörlega með leikinn í okkar höndum.  Þá kom frekar vondur kafli, við misstum einbeytingu, nýttum færin sem við fengum ekki nógu vel ásamt því að taka rangar ákvarðanir.  Hefðum auðveldlega getað verið vel yfir í hálfleik en nýttum  góðan leik alls ekki til fulls.  Staðan í hálfleik 9-12.  Ekki ásættanlegt að vera bara yfir 3 mörk í hálfleik en við algjörlega með leikinn í okkar höndum.
Við mættum full rólegir  til leiks eftir hlé en náðum fljótt tökum á leiknum og vorum yfir  10-15 og 13-16 eftir 40 mín.   Um miðjan hálfleikinn fóru okkar leikmenn að gera allsskonar vitleysu og hreinlega misstu hausinn eins og sagt er.  Spiluðu illa sóknarlega og vörnin riðlaðist töluvert, við létum reka okkur útaf fyrir allsskonar bull, vorum algjörlega úti á túni.  Staðan eftir 50 mín.  18-18 og 20-20 eftir 55 mín.   Við töpuðum svo síðustu 5 mín. leiksins,  lokatölur tap 23-21.
Það var ótrúlega vont að horfa upp á þetta tap þar sem við vorum algjörlega með þennan leik í okkar höndum, við gáfum þetta bara frá okkur  svo einfallt er það.  Okkar lið getur bara spila af fullum krafti, þar sem allir leikmenn eru á fullu og spila saman sem lið.  Ég veit að þjálfarar okkar munu fara vel yfir málin fyrir næsta leik sem verður á heimavelli á mánudag  gegn Víkingi. Þar vill ég sjá fullt hús af fólki og bullandi stemmingu.  Sjáumst á mánudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!