fbpx
Vefur

Tap gegn ÍBV í Olísdeild kvenna

IMG_3187Stelpurnar okkar í handboltanum léku í dag sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í handbolta, leikið var í Safamýrinni gegn ÍBV.  Það var þokkalega mætt, ekkert meira en það og stemmingin hefði mátt vera meiri. FRAMarar, við þurfum að gera betur en þetta í vetur.
Við byrjuðu ágætlega í leiknum og náðum fljótlega yfirhöndinn, vorum yfir lungað úr fyrir hálfleik, 6-2 eftir 10 mín og 9-6 eftir 17 mín.  Þá fór að draga saman með liðunum og ÍBV náði að jafna leikinn á 23 mín 10-10.  ÍBV skoraði svo síðustu 3 mörkin í hálfleiknum og staðan í hálfleiki 10-13.
Við byrjuðum síðari hálfleik vel og komum okkur inn í leikinn og staðan var 16-16 eftir 40 mín. leik.  Í þeirri stöðu fengum við góð færi til að komast aftur yfir en nýttum þau færi illa og staðan eftir 50 mín. 17-20.  Við náðum að minnka muninn niður í 2 mörk á 57 mín. en náðum í raun aldrei að gera alvöru atlögu að leiknum. Til þess lékum við ekki nægjanlega vel í dag. Lokatölur 21-24.
Leikurinn var með dálitlum haustbrag, mikið af tæknifeilum og við bara ekki að leika nægjanlega vel.  Það er ljóst að við þurfum að gera betur og ég hef ekki miklar áhyggjur af því að það gerist ekki.  Við erum með gott lið og flotta leikmenn. Guðrún varði vel í dag, Ragnheiður var með 7 mörk, Hekla 5 og Hildur 4 mörk.   Næsti leikur er gegn HK í Digranesi eftir slétta viku, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!