fbpx
FRAM - Víkingur Ó vefur

Tap gegn Víkingum frá Ólafsvík

IMG_3177IMG_3179Strákarnir okkar í fótboltanum léku í dag sinn síðasta leik á þessu leikári á heimavelli í Úlfarsárdal.  Leikið var gegn topp liðið Víkings frá Ólafsvík.  Það var ekki vel mætt á leikinn í dag en góðu slatti af Ólsurum á svæðinu að styðja sitt fólk.  Veður var samt gott eins og venjulega.
Leikurinn í dag var jafn framan af, bæði liðin fengu  þokkaleg færi til að skora sem þau nýttu ekki.  Á 40 mín. fengum við FRAMarar á okkur vítaspyrnu þegar  Maggi Lú fékk boltann í hendina innan teigs og víti dæmt.  Ólsara misnotuðu hinsvegar spyrnuna og staðan í hálfleik 0-0. Fyrri hálfleikur frekar bragðdaufur og við heldur að sækja í okkur veðrið.
Við byrjuðum síðar hálfleik bara vel fengum tvo góð færi og Brynjar hefði átt að gera betur 53 mín. þegar hann fékk dauðafæri.  En á 60 mín. fengum við á okkur mark þegar boltinn lenti í Tryggva og þaðan í netið.  Eftir markið dofnaði yfir okkur og við fengum á okkur annað mark á 69 mín, staðan orðin 0-2.  Eftir þetta mark má segja að við höfum hætt leik að mestu, við fengum á okkur mark á 76 mín og aftur á 79  mín.  Leiknum lauk með sigri Ólsara 0-4.   Við lékum í raun ágætlega í 65 mín. en eftir það var allur vindur úr okkar mönnum. Þurfum að hafa karakter til að gera betur.  Næsti leikur er í Grindavík eftir slétta viku, endilega mæta á þann leik og styðja okkar menn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email