Strákarnir okkar í handboltanum léku í kvöld sinn fyrsta heimaleik á þessu tímabili þegar þeir mættu Víkingi í Safamýrinni. Það var þokkaleg mæting á leikinn í kvöld, ekkert meira og það vantaði upp á stemminguna á pöllunum. Við getum gert betur en þetta og munum örugglega gera það.
Leikurinn var spennandi en ekkert sérstaklega vel leikinn af okkar hálfu, við vorum undir fyrstu 15 mín. leiksins náðum að jafna einu sinni en vorum klaufar að gera ekki betur. Staðan eftir 15 mín 5-5. Þá tókum við aðeins kipp og náðum tökum á leiknum í 10 mín. eða svo, náðum mest 3 mark forrustu 11-8. Það dugði því miður ekki lengi og Víkingar jöfnuðu fyrir hálfleik 11-11 en þannig var staðan í hálfleik. Við ekki að leika vel, klaufar í vörn og sókn, það vantar aðeins yfirvegun í okkar leik, ætlum okkur of mikið í einu ?
Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel og við eltum nánast í 20 mín. Víkingar með frumkvæðið í leiknum þó við hleyptum þeim aldrei langt frá okkur. Spilum vörnina ágætlega en sóknarlega gerðum við of mikið af feilum og ekki allir leikmenn okkar að leika vel. Við náðum að jafna leikinn á 50 mín. 18-18 en þá má segja að við höfum skellt í lás. Við lokuðum vörninn gríðarlega vel og það réðu Víkingar ekki við. Við fengum auðveld mörk í framhaldinu og kláruðum leikinn vel. Lokatölur í kvöld 24-19. Það er ekki alltaf spurt að því hvort liðið var betra/yfir lengst af, það fengum við að reyna á eigin skinni í síðasta leik. Við kláruðum þennan leik vel, við börðumst allan leikinn og gerðum vel í því að klára leikinn. Sigurður Þorsteinsson var góður í leiknum, Óli Ægir gerði flott mörk og Kristófer góður allan leikinn. Við eigum erfiða leik í vikunni og því var gott að dreifa álaginu í dag, Gulli þjálfari notaði að ég held alla sína leikmenn í leiknum sem á eftir að skila sér í vetur. Næsti leikur er á fimmtudag í Eyjum, þar þurfum við að leika vel og mæta tilbúnir. Góður sigur en við getum gert betur.
ÁFRAM FRAM