fbpx
FRAM vefur

Baráttu FRAM sigur í eyjum í kvöld

ÓðinnStrákarnir okkar í handboltanum lögðu land undir fót og héldu til Vestmannaeyja í morgun.  Þeir tóku stefnuna á Landeyjahöfn þar sem þeir tóku bátinn til Eyja.  Það var gott í sjóinn og allir leikmenn því klárir í leikinn.  Það er alltaf gaman að koma til eyja, dálítð sérstakt að spila fyrir fram áhorfendur  í eyjum, alltaf líflegir og láta vel í sér heyra.
Leikurinn í dag byrjaði fjöruglega, við greinilega tilbúnir í leikinn og enginn sjóriða í mannskapnum.  Við náðum fljótt frumkvæðinu , vörnin var góð og það skilar alltaf auðveldum mörkum.  Staðan eftir 10 mín. 3-5 og 7-11 eftir 20 mín.  Við náðum mest 5 marka forskoti í fyrri hálfleik 8-13 en eyjamenn  minnkuðu muninn fyrir hálfleiki í 10-13.  Á þeim kafla klikkuðum við á tveimur vítaköstum þannig að við áttum mörguleika á því að gera betur.  Við betri í fyrri hálfleik og eyjamenn ekki að ná að leysa okkar leik.
Síðari hálfleikur byrjaði  ekki síður líflega, bæði liðin að gera slatta af misstökum en flott mörk á milli.  Við náðum að halda í horfinu og staðan eftir 40 mín. 13-16.  Það var áfram boðið upp á fjör í eyjum og mikill hraði í leiknum, bæði liðin keyrðu hraða miðju og seinni bylgjan var óspart notuð.  Staðan eftir 45 mín. 17-18 og 19-20 eftir 50 mín.  Þá tóku okkar þjálfarar leikhlé, svona aðeins til að róa mannskapinn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi,  liðin skiptust á að skora en mikið af misstökum á báða bóga, mikil spenna í húsinu, bullandi stemming í eyjum, allt vitalust.   Staðan eftir 55 mín.  20-23.  Gulli tók leikhlé á 57 mín.  í stöðunni  22-24 og lagði mönnum línurnar.  Við skoruðum svo í næstu sókn og náðum þriggja marka forrustu sem dugði okkur til sigurs í þessum hörkuleik í eyjum, lokatölur 24-25.  Frábær sigur á erfiðum útivelli, gríðarleg barátta í okkar mönnum og mjög sterkt að vinna sigur í svona baráttu leik.  Við leiddum leikinn frá upphafi til enda,  en þurftum svo sannarlega að hafa fyrir því að landa þessum.  Óðinn  setti 8 mörk, Freysi 6 mörk, átti góðan leik og Óli Ægir með 5 kvikindi. Vel gert drengir og góða ferð heim.  Næsti leikur verður svo á heimavelii á fimmtudag þegar við mætum nágrönnum okkar í Val.  Það má enginn missa af þeim leik, sjáumst á fimmtudag.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!