fbpx
Ragnarsmótsmeistarar 2015 vefur

Meistaraflokkur kvenna Fram tekur í vetur enn og aftur þátt í Evrópukeppni í handbolta

Ragnarsmótsmeistarar 2015Fram hefur tekið þátt í Evrópukeppninni  í handbolta óslitið síðan veturinn 2008 – 2009 og þetta er því áttunda keppnistímabilið í röð sem stelpurnar taka þátt.
Á þessum átta keppnistímabilum hefur Fram leikið samtals í 13 umferðum , samtals 26 leiki.
Bestum árangri náðu stelpurnar í Challenge Cup 2009 – 2010 þegar þær komst  í 8 liða úrslit.  Auk þess hefur liðið  tvívegis komist í 16 liða úrslit á þessum árum.
Í fyrra tók Fram þátt í Callenge Cup.  Fram sigraði GAS Megas frá Grikklandi í fyrstu umferð, en tapaði síðan fyrir ZRK Nasia Nis frá Serbíu í 16 liða úrslitum með minnsta mun – samanlagt með 1 marki.
Að þessu sinni taka stelpurnar þátt í  EHF Cup og hefur liðið þátttöku í 2. umferð keppninnar í október n.k. Nokkuð er síðan dregið var í keppninni og dróst Fram gegn HZRK Grude Autoherc frá Bosníu Herzegoviniu.  Lítið  er vitað um þetta lið nema að það kemur frá litlum bæ nálægt landamærum Króatíu og mun vera að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn.
Liðin hafa nú komist að samkomulagi um að leikirnir fari báðir fram hér á landi og verða leiknir í FRAMhúsi föstudaginn 16. október og laugardaginn 17. október.

Eins og fyrr eru það stelpurnar sjálfar sem sjá um fjármögnun á þessu ævintýri sem Evrópukeppninn er.  Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum varðandi þátttöku í Evrópukeppni í handbolta þá er það ekki vonin um peninga sem fær liðin til að taka þátt.  Þátttaka hefur einungis í för með sér kostnað sem getur verið verulegur ef liðið lendir í dýrum ferðalögum.  Það má reikna með að hver umferð í Evrópukeppni geti kostað kr. 1.500.000 – 2.000.000.
Ef við miðum við að Fram liðið hafi tekið þátt í 13  umferðum í Evrópukeppni síðastliðin 8 keppnistímabil þá er ekki ólíklegt að það hafi kostað á bilinu kr. 19.000.000 – 26.000.000 á þessum árum.

Stelpurnar leita því til allra sem hafa áhuga á að styðja þær í Evrópukeppninni í ár og er allur stuðningur við þetta verkefni  vel þeginn . Ef einhver hefur áhuga á að styrkja liðið er hægt að setja sig í samband við undirritaðan með tölvupósti á gudmundur@loghus.is

FRAMarar sýnum stuðning í verki og styðjum stelpurnar okkar, þær eiga það skilið.  ÁFRAM FRAM 

Guðmundur Þór vatnsberi mfl. kvenna

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!