Það getur því miður ekki orðið að áætlun okkar um að halda aðalfund knattspyrnudeildar mánudaginn 28.september n.k. Samkvæmt lögum félagsins (18. gr.) ber að halda aðalfund íþróttadeilda félagsins fyrir 1.apríl ár hvert. Aðalfundurinn verður því á vormánuðum skv lögum félagsins.
Hinsvegar hefur stjórn knattspyrnudeildar óskað efir að stíga til hliðar í fullu samráði við aðalstjórn félagsins. Bráðabirgðastjórn skipuð af aðalstjórn hefur því tekið við rekstri knattspyrnudeildar þangað til ný stjórn verður kosin í vor á aðalfundi knattspyrnudeildar.
Aðalstjórn hefur skipað eftirtalda aðila í bráðabirgðastjórn KND.
Baldur Knútsson
Hermann Valsson
Lúðvík Þorgeirsson
Þorbjörn Atli Sveinsson
Barna og unglingráð Knattspyrnudeildar Fram er óbreytt en það er þannig skipað:
Formaður: Júlíus Guðmundsson
Varaformaður/Gjaldkeri: Elín Þóra Böðvarsdóttir
Ritari: Sigrún Edda Erlendsdóttir
Meðstjórnandi: Kristinn Traustason
Meðtjórnandi :Jón Birgir Valsson
Meðstjórnandi :Einar Birgisson
Viðingarfyllst
Knattspyrnufélagið Fram