fbpx
hoddiogmundur

Námskeið hjá Knattspyrnuakademíu FRAM

Dagana 28. september – 16. október verður Knattspyrnuakademía Fram með morgunnámskeið á Framvellinum í Úlfarsárdal þar sem lögð verður áhersla á einstaklingsþjálfun þar sem æft er í litlum hópum og er þjálfari á hvern hóp. Hópunum verður skipt eftir leikstöðum, getu og aldri til að tryggja að hver og einn fái sem mest út úr æfingunni.

Knattspyrnuakademía Fram yngri (haust 2015)-page-001 (1)

Farið verður yfir helstu tæknilegu atriði knattspyrnunnar t.d. skottækni, sendingar, móttökur og gabbhreyfingar.

Þjálfarar á námskeiðinu verða Agnar Þór Hilmarsson, Haukur Hilmarsson, Steinar Ingi Þorsteinsson og Vigfús Geir Júlíusson, allt starfandi þjálfarar hjá Fram.

Yngri hópurinn byrjar þriðjudaginn 29. september (6 skipti)
Aldur: 2004 – 2007
Æfingadagar: þriðjudaga og fimmtudaga.
Æfingatímar: 6:30 – 7:30
Verð: 8.900 kr. með hressingu

Eldri hópurinn byrjar mánudaginn 28. september (9 skipti)
Aldur: 2000 – 2003
Æfingadagar: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Æfingatímar: 6:30 – 7:30
Verð: 11.900 kr. með hressingu

Knattspyrnuakademía Fram eldri (haust 2015)-page-001 (1)

Skráning og frekari upplýsingar: https://fram.felog.is/

Skráningu lýkur föstudaginn 25. september.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!