Dagana 28. september – 16. október verður Knattspyrnuakademía Fram með morgunnámskeið á Framvellinum í Úlfarsárdal þar sem lögð verður áhersla á einstaklingsþjálfun þar sem æft er í litlum hópum og er þjálfari á hvern hóp. Hópunum verður skipt eftir leikstöðum, getu og aldri til að tryggja að hver og einn fái sem mest út úr æfingunni.
Farið verður yfir helstu tæknilegu atriði knattspyrnunnar t.d. skottækni, sendingar, móttökur og gabbhreyfingar.
Þjálfarar á námskeiðinu verða Agnar Þór Hilmarsson, Haukur Hilmarsson, Steinar Ingi Þorsteinsson og Vigfús Geir Júlíusson, allt starfandi þjálfarar hjá Fram.
Yngri hópurinn byrjar þriðjudaginn 29. september (6 skipti)
Aldur: 2004 – 2007
Æfingadagar: þriðjudaga og fimmtudaga.
Æfingatímar: 6:30 – 7:30
Verð: 8.900 kr. með hressingu
Eldri hópurinn byrjar mánudaginn 28. september (9 skipti)
Aldur: 2000 – 2003
Æfingadagar: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Æfingatímar: 6:30 – 7:30
Verð: 11.900 kr. með hressingu
Skráning og frekari upplýsingar: https://fram.felog.is/
Skráningu lýkur föstudaginn 25. september.