fbpx
Vefur

FRAM sigur á HK í Olísdeild kvenna

IMG_3190Meistaraflokkur kvenna fór í dag í Kópavoginn og lék þar við lið HK í OLÍS deild kvenna. Þetta var annar leikur beggja liða í deildinni í vetur.
Það verður seint sagt að þetta hafi verið góður leikur af hálfu FRAM. Liðið virtist ekki tilbúið þegar flautað var til leiks og HK náði fljótlega 2 – 3 marka forrustu. FRAM náði þó að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik en þá var staðan 10 – 9. Ekki mikið skorað.
FRAM náði fljótlega að jafna í seinni hálfleik og eftir það munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. Lokatölur urðu 18 – 19 FRAM í vil.
Eins og áður sagði var þetta ekki góður leikur hjá FRAM. Slakur sóknarleikur og eins og menn þyrðu ekki að taka af skarið. Vörnin var mun betri þó ekki hafi hún verið algóð. Markvarslan hins vegar prýðileg en Guðrún Ósk stóð í markinu og varði ein 18 skot. Mörk FRAM skoruðu: Hildur Þorgeirsd. 7, Ásta Birna 4, Elísabet 4, Hekla Rún 2, Ragnheiður 1 og Hulda 1.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!