fbpx
Fram-BÍ og HKVik 040

Stórt tap í lokaleik tímabilsins

IMG_2789Við FRAMarar mættum Grindavík í síðasta leik sumarsins hjá strákunum okkar í fótboltanum.  Leikið var í Grindavík, í venjulegu suðurnesja veðri  roki og rigningu, en völlurinn var flottur ekkert yfir aðstöðunni að kvarta í Grindavík, vel staðið að íþróttamálum þar á bæ.
Við mættum með aðeins breytt lið en það hefði ekki átt að breyta öllu, við byrjuðum leikinn vel og náðum að setja mark á 7 mín.  þegar Brynjar Ben afgreiddi góða sendinu í netið innan teigs, fínt mark hjá Brynjari.   Það var erfitt að spila fótbolta í dag en það kemur jafnt niður á liðunum og grindvíkingar voru ekki lengi að jafna leikinn. Það gerðu þeir á 15 mín. og ekki nóg með það heldur settu þeir á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik,  á 30 mín, 35 mín og 44 mín. Við áttum fá svör í dag og varnarleikur okkar ekki til útflutnings.  Grindvíkingar mun betri í fyrri hálfleik, staðan 4-1 í hálfleik.
Það er alltaf erfitt að vinna upp forskot og við vorum hreinlega ekki líklegir til að gera það í dag.  Við fengum á okkur mark á 61 mín, 5-1.  Atli Fannar gerði gott mark upp á sitt einsdæmi á 66 mín. vann boltann á miðjunni geystist upp völlinn og setti hann laglega í netið, vel gert.   En þetta dugði skammt því við fengum á okkur mark í andlitið á 68 mín. og svo annað á 82 mín, við algerlega úti á þekju varnarlega í dag, því miður.   Lokatölur í dag 7-2, alls ekki gott og sagan okkar í sumar.
Þetta tímabil okkar í sumar hefur ekki verið  gott það verður að setjast eins og er. Við gerðum okkur svo sem ekki neinar vonir um að liðið myndi vera í toppbaráttu en við gerðum ráð fyrir því að liðið myndi leika betur. Það verður samt að skoða gengi liðsins í ljósi þess að við gerðum miklar breytingar á leikmannahópnum í vetur og það var verið að gera breytingar langt fram á sumar. Í mínum huga er það martröð hvers þjálfara að vera að púsla saman liðið allt keppnistímabilið.  Allavega tel ég það vonlaust verkefni og mun aldrei leiða til árangurs.
Við þurfum að setjast niður og fara vel yfir undanfarin ár og marka félaginu stefnu þ.e hvað viljum við FRAMarar standa fyrir og hvar viljum við vera í fótboltanum á næstu árum.  Ég þakka leikmönnum, þjálfurum og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að starfinu í sumar,  það var virkilega gaman að sjá FRAM spila á heimavelli í Úlfarsárdal í sumar og ég er sannfærður um að það er framtíðin.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0