fbpx
Supuvefur

Súpuhádegi FRAM á föstudag 25. sept. kl. 12:00 í FRAMhúsi

IMG_2322Ágætu Framarar

Nú ætlum við að halda áfram að efla félagsandann og taka upp þráðinn frá því í vor með því að  bjóða upp á „súpuhádegi“ næsta föstudag 25. sept.
Ætlunin er að vera með súpu hádegi síðasta föstudag hvers mánaðar í allan vetur og vonumst við eftir því að sjá sem flesta.
Boðið verður upp á súpu og brauð.
Ekki er ætlunin að hafa þetta formlegt heldur kjörin vettvangur fyrir okkur Framara til að hittast yfir súpuskál og ræða saman.

Verðinu verður stillt í algjört hóf eða eingöngu á kostnaðarverði kr. 500.-

Fyrsti í súpuröðinni í vetur, verður föstudaginn 25. september kl. 12.00-13.30 í hátíðarsal okkar í Safamýri.

Heiðursgestur og frumstofnandi að súpuhádeginu verður samkvæmt venju  Hörður „ Castró“ Einarsson.

Við hvetjum alla FRAMarar til að koma í súpu í hádeginu á föstudag og endilega takið með ykkur félaga.

Kveðja Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0