fbpx
Óli Ægirs vefur

Tap á heimavelli í kvöld

Siggi gegn ValiArnar FreyrÞað var boðið upp á Reykjavíkur slag í FRAMhúsinu í kvöld þegar við mættum nágrönnum okkar af Hlíðarenda. Það var ekki nógu vel mætt af okkar fólki, við þurfum að gera betur og láta heyra betur í okkur.  FRAMarar koma svo…
Leikurinn byrjaði ferkar hægt og lítið skorað til að byrja með, liðin aðeins að fikra sig áfram og staðan 3-3 eftir 11 mín. leik.  Þá tókum við öll völd á vellinum vörnin fór að virka vel og við fengum mörk úr hröðum upphlaupum ásamt því að sóknarleikurinn gekk betur.  Staðan eftir 20 mín. 8-5, við náðum mest 5 marka forskoti í stöðunni 11-6/12-7 eftir c.a 25 mín.  Náðum samt ekki alveg að halda hálfleikinn út og staðan í hálfleik 12-9, fyrir okkar menn.  Við vorum pínu klaufar að gera ekki betur því við vorum mun betri í hálfleiknum og hefðum getað farið með stærra forskot til hálfleiks.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ekki nógu vel, eins og við ætluðum aðeins að slaka á og reyna að hægja á leiknum, það virkaði hreinlega ekki.  Valsmenn gengu á lagið og voru búnir að jafna eftir c.a 8 mín.  Staðan eftir 40 mín.  14-13.  Leikurinn var svo jafn næstu 10 mín. eða svo,  við heldur að elta frekar en hitt, staðan eftir 50 mín.  18-18.  Við heldum jafnri stöðu fram á 55 mín en þá voru andstæðingarnir hreinlega klókari en við og lönduðu góðum sigri.  Við spiluðum ekki vel í síðari hálfleik og gerðum of mikið að misstökum til þess að vinna í kvöld.  Við vorum klaufar sóknarlega og héldum ekki skipulaginu varnarlega ekki nógu vel, stóðum vörnina oft vel en létum samt skora hjá okkur. Það skrifast á algert einbeytingarleysi, leikmenn að hlaupa út stöðum eða reyna að blokka skot  í stað þess að brjóta. Það þarf að klára svona stöður og vinna boltann. Lokatölur í dag 22-25 tap.
Við getum klárlega gert betur  þó margt hafi verið gott, við þurfum að fá fullt framlag frá öllum leikmönnum í svona leikjum en það var því miður ekki í dag, of margir ekki að spila nógu  vel í dag.  Það er enginn ástæða til að vera í fýlu eða að svekkja sig, þetta er flott lið sem við eigum en við þurfum að spíta aðeins í lófanna og stilla spennuna. Við getum betur og það er gott að vita. Næsti leikur er á mánudag og þá gegn Haukum í Hafnarfirði . Engilega látið sjá ykkur, það verður hörkuleikur, lofa því. Handbolti er nefnilega skemmtilegur.  Sjáumst á mánudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0