Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fer fram í Kórnum í Kópavogi dagana 3. – 4. október. Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssona. Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4.flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1. Hópnum er skipt niður í sex lið sem leika í tveimur riðlum. Leikar hefjast kl. 13:30, laugardaginn 3. október og leikið er svo frá kl. 09:00 á sunnudeginum. Aðstandendur leikmanna, þjálfarar og aðrir eru velkomnir að koma og fylgjast með leikjunum úr stúkunni í Kórnum.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum flotta hópi drengja en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
Mikael Ellertsson Fram
Aron Snær Ingason Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM