fbpx
Ragnheiður í leik vefur

Jafnt gegn Haukum í Olísdeild kvenna

Ragnheiður  FylkirÁ laugardaginn var tók meistaraflokkur kvenna á móti lið Hauka í þriðju umferðinni í OLÍS deildinni.
Liðin voru jöfn í deildinni bæði með tvö stig.
Fram byrjaði leikinn betur og náði fljótlega 2 – 3 marka forystu, sem hélst til hálfleiks en þá var staðan 12 – 9 Fram í vil. Flottur leikur bæði í vörn og sókn.
Hálfleikshléið fór ekki vel í Fram liðið því Haukar byrjuðu af miklum krafti og náðu fjótlega að jafna og komust síðan yfir 14 – 16 eftir um 10 mínútur.  Fram liðið gafst ekki upp og náði að jafna leikinn 19 – 19 þegar um 10 mínútur voru eftir.  Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka þá var staðan 21 – 21.  Þá fengu Haukar langa sókn sem þær náðu ekki að nýta.  Fram fékk boltann þegar um 13 sekúntur voru eftir af leiknum, en sá tími dugði ekki til að skora sigurmark og niðurstaðan því jafntefli.
Leikurinn var líklega besti leikur Fram í vetur ef frá eru taldar upphafsmínútur seinni hálfleiks.  Góð barátta allan tímann og aldrei gefist upp.
Guðrún Ósk stóð í markinu allan tímann og varði 14 skot.
Mörk Fram skoruðu:Ragnheiður 9, Hildur 5, Hafdís 2, Ásta Birna 2, Sigurbjörg 1, Elísabet 1 og Elva Þóra 1.

Stutt er í næsta leik, sem er á þriðjudaginn við Fjölni í Grafarvoginum.

Áfram FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!