fbpx
Haukar - FRAM vefur

Tap gegn Haukum í Olísdeild karla

Haukar - FRAMVið FRAMarar mættum Haukum að Ásvöllum í Olísdeild karla í kvöld.  Það var slök mæting á þennan leik og nánast enginn stemming í húsinu. Það vantar eitthvað upp að auglýsa þessa leiki núna og ég er ekki viss um að fólk viti hreinlega að það eru leikir í gangi, Olísdeidin er ekki að standa sig núna.
Við byrjuðum leikinn í kvöld ljómandi vel, lékum góða vörn og skynsaman sóknarleik sem er góð uppskrift fyrir okkar lið.  Við náðum fljótlega forskoti í leiknum eftir  rólega byrjun, unnum okkar jafnt og þétt inn í leikinn án þess þó að stinga neitt af. Staðan eftir 10 mín 3-4 og 6-7 eftir 20 mín.  Við höfðum frumkvæðið en vorum í vandræðum með að nýta góð færi vel og slíta okkur þannig frá Haukunum.  Við náðum svo góðum kafla undir lok hálfleiksins, staðan í hálfleik 8-10.  Enn og aftur hefðum við átt að gera betur, hefðum auðveldlega getað verið vel yfir eftir hálfleikinn en nýttum góð færi sem við vissulega komum okkur í illa.  Leikur okkar í góðu lagi og útlitið gott fyrir síðari hálfleik.
Við byrjuðum síðari hálfleik hinsvegar illa og ég held að staðan  eftir 10 mín í síðari hálfleik hafi verið 7-1 fyrir Hauk, við gerðum hverja vitleysuna á fætur annarri auk þess að fara illa með góð færi.  Ótrúlegt að sjá okkar leikmenn missa hausinn algjörlega á þessum tíma.  Þorgrímur Smári fékk rautt spjald á 36 mín. fyrir litlar sakir og það bætti svo sem ekki  úr skák.  Staðan eftir 40 mín. 15-11, það var ekki nóg því hún fór mest í 19-11 og þar með var þessum leik lokið án þess að Haukarnir legðu mjög mikið af mörkum, við færðum þeim þetta á silfurfati. Þeir voru hins vegar klókir, héldu haus og refsuðu okkur grimmlega.  Við náðum aðeins að rétta okkar hlut, staðan eftir 50 mín.  22-17 en lengra fórum við ekki í þessum leik, lokatölur 31-25.  Við þurfum að fara vel yfir okkar spilamennsku í síðari hálfleik og ég held að allir leikmenn þurfi að skoða aðeins sinn hug og einbeytingu.  Við getum ekki leyft okkur að henda frá okkur leikjum með svona frammistöðu, þetta er ekki sá karakter sem býr í þessu liði. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, allir leikmenn að skila sínu  en síðari hálfleikur  var ekki boðlegur.  Það stutt í næsta leik og því ekki hægt að dvelja lengi við þennan leik.  Næsti leikur er á Akureyri á fimmtudag og þá þurfum við að sýna samstöðu og baráttu, þá eru okkur allir vegir færir. Upp með hausinn drengir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!