Reykjavíkurmót 6. flokks kvenna yngra ár, fór fram í íþróttahúsi FRAM um helgina. Það var glatt á hjalla og fjör í FRAMhúsinu og ekki spillti fyrir að við FRAMarar tryggðum okkur Reykjavíkurmeistaratitil í 6. fl.kv með blandað lið stúlkna úr Safamýri og Grafarholti. Stelpurnar okkar unnu lið ÍR örugglega í úrslitaleik og voru að vonum kátar í leikslok.
Til hamingju stelpur.
ÁFRAM FRAM