Meistaraflokkur hélt í Grafarvoginn í kvöld til að leika við nýliða Fjölnis sem eru undir stjórn Andrésar Gunnlaugssonar sem þjálfaði Fram þegar reyndustu leikmenn Fram voru að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki.
Leikurinn byrjaði fjörlega og Fram náði strax góðri forustu. Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 6 – 14 Fram í vil. Í hálfleik var staðan 8 – 20. Fram búið að fá mikið af hraðaupphlaupum eftir að hafa unnið boltann í vörn.
Seinni hálfleikurinn varð svipaður þeim fyrri. Fram að spila fína vörn og fengu því mikið af hraðaupphlaupum. Einnig var tekin hröð miðja í hvert skipti sem hægt var. Munurinn hélst áfram að aukast og varð 19 mörk upp úr miðjum hálfleiknum Eftir það róaðist leikurinn og leiknum lauk með öruggum sigri Fram 19 – 38.
Fínn leikur hjá Fram. Fín vörn. Fín markvarsla. Mikið af hraðaupphlaupum og hraðri miðju. Sóknin gekk einnig vel þegar stillt var upp í sókn. Það komu allir leikmenn Fram við sögu í leiknum og voru tilbúnir þegar þeir komu inná.
Mörk Fram skoruðu: Ásta Birna 6, Ragnheiður 5, Elva Þóra 5, Hafdís 4, Hekla 4, Hulda 4, Marthe 3, Hildur 3, Sigurbjörg 2, Íris 1 og Elísabet 1.
Guðrún Ósk var í markinu í 40 mínútur og varði 16 skot. Hafdís Lilja stóð í markinu síðustu 20 mínúturnar og varði 3 skot.
Flottur sigur í góðum leik.
Nú er bara að fylgja þessu eftir í næsta leik sem er á móti Selfoss á heimavelli á föstudaginn 2. október, kl. 20:00
Áfram FRAM