fbpx
Vefur

Öruggur FRAM sigur á Fjölni í Olísdeild kvenna

IMG_3187

Meistaraflokkur hélt í Grafarvoginn í kvöld til að leika við nýliða Fjölnis sem eru undir stjórn Andrésar Gunnlaugssonar sem þjálfaði Fram þegar reyndustu leikmenn Fram voru að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki.

Leikurinn byrjaði fjörlega og Fram náði strax góðri forustu.  Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 6 – 14 Fram í vil.  Í hálfleik var staðan 8 – 20.  Fram búið að fá mikið af hraðaupphlaupum eftir að hafa unnið boltann í vörn.

Seinni hálfleikurinn varð svipaður þeim fyrri.  Fram að spila fína vörn og fengu því mikið af hraðaupphlaupum.  Einnig var tekin hröð miðja í hvert skipti sem hægt var.  Munurinn hélst áfram að aukast og varð 19 mörk upp úr miðjum hálfleiknum  Eftir það róaðist leikurinn og leiknum lauk með öruggum sigri Fram 19 – 38.

Fínn leikur hjá Fram.  Fín vörn.  Fín markvarsla.  Mikið af hraðaupphlaupum og hraðri miðju.  Sóknin gekk einnig vel þegar stillt var upp í sókn. Það komu allir leikmenn Fram við sögu í leiknum og voru tilbúnir þegar þeir komu inná.

Mörk Fram skoruðu:  Ásta Birna 6, Ragnheiður 5, Elva Þóra 5, Hafdís 4, Hekla 4, Hulda 4, Marthe 3, Hildur 3, Sigurbjörg 2, Íris 1 og Elísabet 1.
Guðrún Ósk var í markinu í 40 mínútur og varði 16 skot.  Hafdís Lilja stóð í markinu síðustu 20 mínúturnar og varði 3 skot.
Flottur sigur í góðum leik.
Nú er bara að fylgja þessu eftir í næsta leik sem er á móti Selfoss á heimavelli á föstudaginn 2. október, kl. 20:00

Áfram FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0