fbpx
Óli Ægirs vefur

Tap gegn Akureyri í Olísdeild karla

GarðarStrákarnir okkar í handboltanum settust upp í rútu fyrir hádegið í morgun og brunuðu norður yfir heiðar þar sem þeir mættu Akureyri í Olísdeildinn.  Ferðin gekk vel að ég best veit og allir klárir í slaginn þegar norður var komið.
Leikurinn í kvöld byrjaði frekar rólega, við ekki að byrja nógu vel, töpuðum boltanum þrisvar á fyrstu 10 mín. leiksins, staðan eftir 10 mín. 5-4. Einhver skrekkur í mannskapnum og sóknarleikurinn erfiður.  Við gerðum 2 mörk á næstu 10 mín. við í tómu basil og hreinlega að spila illa. Staðan eftir 20 mín. 10-6.  Við misstum alveg tökin á leiknum þ.e ef hægt er að segja að við höfum haft einhver tök á honum.  Vörnin gaf eftir og sóknarleikurinn gekk illa.  Við lentum mest undir 14-8 en náðum aðeins að rétta okkar hlut fyrir hálfleik, staðan í hálfleik 15-11. Við ekki að leika vel, 7-8 tapaðir boltar í fyrri hálfleik, vörnin ekki góð, fáum á okkur 15 mörk og sóknarleikurinn gloppóttur.  Það var því ljóst að við þyrftum að gera betur í þeim síðari.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel, við náðum ekkert að saxa á norðanmenn, héldum uppteknum hætti sóknarlega þ.e misstum boltann reglulega ásamt því að vörnin var ekki klára sína vinnu.  Staðan eftir 40 mín. 20-14. Þá var eiginlega ljóst að við myndum ekki ná að landa sigri í dag, til þess vorum við að leika of illa.  Við héldum svo sem áfram að reyna en það gekk lítið, náum að halda í horfinu næstu 10 mín. og staðan eftir 50 mín. 25-20.  Síðustu 10 mín. leiksins voru svo slakar og við náðum ekkert að koma  til baka, lékum bara illa á öllum sviðum.  Niðurstaðan 31 -24 tap, það er ekki hægt að vinna leiki með því að fá á  sig  yfir 30 mörk og vera með 15-20 tapað bolta.  Það er eitthvað sem við þurfum að laga og getum það klárlega.
Við þurfum aðeins að núllstilla okkur núna, fara að gera það sem við erum góðir í þ.e að halda skipulagi og spila yfirvegað.  Ég held að við séum komnir aðeins fram úr okkur og þurfum að stíga eitt skref til baka.  Við erum ekkert verri handboltamenn í dag en við vorum í fyrra eða bara í haust, þurfum bara að taka það aðeins rólega og ætla okkur ekki um of.  Allir leikmenn þurfa að hugsa aðeins inn á við og gera betur í næsta leik, sem verður eftir viku á heimavelli gegn Gróttu. ViðFRAMarar  þurfum að fjölmenna á þann leik og sýna stuðning okkar í verki.  FRAMarar sjáumst á fimmtudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!