fbpx
Leikhlé Selfoss vefur

Góður FRAM sigur í Olísdeild kvenna

SelfossStelpurnar okkar í handboltanum mættu í kvöld mjaltarkonunum úr mjólkurbænum á suðurlandi.  Leikið var í Safamýri á heldu ókristilegum tíma en mikið að gerast um helgina. Það var samt vel mætt, grillað fyrir leik og góður stuðningu FRAMara á pöllunum.  Vel gert FRAMarar.
Leikurinn byrjaði heldur illa af okkar hálfu við hreinlega ekki með fyrstu 15 mín. leiksins. Við lékum illa sóknarlega, vörnin ekki að vinna nægjanlega vel og markvarslan þar af leiðandi ekki góð. Staðan eftir 10 mín. 2-5, við náðum svo þegar líða tók á leikinn að bæta okkar leik, jöfnuðum leikinn 12-12 þegar 22 mín.  voru liðnar og komumst yfir í stöðunni 14-13 á 25 mín.  Það fór mikið púst í að vinna þetta upp og staðan var 16-16 þegar flautað var til hálfleiks.  Þó byrjunin hafi ekki verið góð þá gerðum við vel að vinna þennan mun upp og mér fannst við vera komnar á rétta braut.
Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega og leikurinn jafn á flestum tölum fyrstu 10 mín. leiksins, staðan eftir 40 mín. 21-20. Við náðum svo góðum kafla og komumst 3 mörk yfir en Selfoss fylgdi alltaf fast á eftir. Staðan eftir 50 mín. 28-26. Þá náðum við aftur góðum kafla, náðum mest 4 mörkum í stöðunni 31-27 og við í raun með leikinn í okkar höndum.  Það fór líka þannig að við lönduðum góðum sigri gegn flottu liði Selfoss, lokatölur í kvöld 32-28. Leikurinn var að mörguleiti skemmtilegur, sóknarleikurinn góður en varnarleikur beggja liða ekki sannfærandi og stundum slakur. Markvarslan slök í fyrri hálfleik en Guðrún varði vel í þeim síðari.  Flottur sigur á flottum andstæðingum, eitthvað sem við getum vel byggt á næstu leikjum. Ragnheiður var með 11 mörk, Elísabet 7 og Hildur 6 aðrir minna. Guðrún varði c.a 12-15 bolta. Nú verður gert landsleikja hlé og okkar næstu leikir verða gegn Grude Autogerc  frá Bosníu í Evrópukeppninni.  Meira um  þá leiki síðar en við hvetjum alla FRAMarar til að mæta á þá leiki og styðja stelpurnar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!