Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður úr Fram, er á leið til Frakklands til móts við íslenska landsliðið í handknattleik kvenna. Hún var kölluð út í gærkvöldi eftir að Unnur Ómarsdóttir, úr Gróttu, meiddist á æfingu landsliðsins og ljóst varð að hún myndi ekki taka þátt í viðureigninni við Frakka á morgun.
Viðureign Íslands og Frakklands er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun í Antibes í Frakklandi. Ísland mætir síðan Þýskalandi í sömu keppni í Vodafone-höllinni á sunnudaginn.
ÁFRAM FRAM