fbpx
Valtýr

Magnaður sigur á heimavelli

GarðarFRAMarar þakka f. leikinn gegn GróttuVið FRAMarar fengum nýliða Gróttu í heimsókn í Safamýrina í kvöld. Þjálfari Gróttu er þekktur úr herbúðum FRAM en Gunnar Andrésson er uppalinn FRAMari.  Það var heldur illa mætt í upphafi leiks en aðeins rættist úr þegar líða tók á leikinn, það vantar líka upp á stemminguna í húsið okkar.  Við þurfum eitthvað að vinna í því með okkar fólki, þurfum að laga það.
Leikurinn byrjaði rólega í kvöld og það gerðist nánast ekkert  fyrstu mín leiksins, liðin bæði eitthvað óörugg og enginn sem vildi taka af skarið. Staðan eftir 10 mín. 3-3.  Það var svo jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði hálfleiksins. Við ekki að spila vel, vörnin ekki góð, sóknarleikurinn langt frá því að vera góður og markvarslan í samræmi við varnarleikinn. Við náðum smá kafla undir lok hálfleiksins og náðum að vera yfir í hálfleik, 13-12.  Það er fátt um þennan hálfleik að segja við getum allavega gert betur.  Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn vel, keyrðum aðeins upp hraðann og það var eins og menn hafi fengið smá sjálfstraust eftir hálfleiksræðu Gulla.  Við náum tökum á leiknum, vörnin hélt vel, Valtýr var að verja vel og staðan eftir 40 mín. 17-12.  Á þessum kafla fórum við samt illa með mörg góð færi og héldum því reyndar áfram, hefðum átt að slátra þessum leik á fyrstu 45 mín. síðari hálfleiks.  Við náðum mest 7 marka forrustu í stöðunni  20-13, en þá var eins og við hættum leik.  Sóknarleikur liðsins hreinlega dó, við hættum að sækja og það kom auðvitað að því að við fengjum á okkur mörk, enn og aftur færðum við andstæðingnum leikinn á silfurfati.  Arnar Freyr fékk, rautt og Ólafur Ægir meiddist á þessum kafla og við þoldum það hreinlega ekki.  Staðan eftir 50 mín. 21-16. Við spiluðum svo síðustu 10 mín. leiksins mjög illa og vorum í raun stálheppnir að vinna leikinn.  Við náðum samt að vinna þennan leik með vel útfærðu marki á loka sekúndum leiksins, Arnar Snær lúðraði knettinum í netið, lokatölur 23-22.  Gríðarlega mikilvægur sigur og við verðum að hrósa leikmönnum fyrir að klára leikinn þrátt fyrir allt.  Alltaf sterkt að klára svona leiki og við verðum að byggja á því, við getum meira, allir okkar leikmenn geta leikið betur og við eigum inni framlag fá öllum.  Leikmenn þurfa að trúa á eigin getu og þá eigum við eftir að vinna leiki, það er klárt.  Valtýr var góður í 15-20 mín. en náði ekki að klára leikinn, samt flott frammistaða og við þurfum að fá svona vörslur frá honum í vetur, vel gert Valtýr.  Það er stutt í næsta leik sem verður á mánudag gegn ÍR í Austurbergi, FRAMarar fjölmennum í Austurbergið á mánudag og látum í okkur heyra.  Strákarnir þurfa á okkur að halda núna, saman tökum við næsta skref.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!