Helgi Guðjónsson er þessa dagana á reynslu hjá Brighton & Hove Albion á Englandi. Þar mun Helgi æfa með U18 ára liði Brighton í vikunni en Helgi er fæddur árið 1999 og er því að ganga upp úr 3. flokki.
Útsendarar frá Brighton sáu Helga spila með Fram í 2-0 sgri á Keflavík í bikarúrslitum í 3. flokki í haust og í kjölfarið fékk hann boð um að koma út á æfingar. Við FRAMarar óskum Helga alls hins besta í ferðinn og vonum að allt gangi vel.
ÁFRAM FRAM