fbpx
Strákarnir gegn ÍR vefur

Góður FRAM sigur í Austurbergi

IR-FRAMStrákarnir okkar  mættu bleikum ÍR-ingum í Olísdeildinni í handbolta í kvöld en leikið var í Austurbergi.  Það var ágætlega mætt á leikinn en ekki mikil stemming í húsinu.
Við FRAMarar byrjuðum leikinn í kvöld ágætlega, við náðum fljótlega ágætri forrustu og vorum yfir fimm mörk eftir 8 mín. en staðan eftir 10 mín. 3-7.  Þá tók við slakur kafli hjá okkar mönnum og við gerðum 3 mörk á næstu 10 mín. eða svo, ÍR náði að jafna leikinn og við með marga tapaða bolta. Staðan eftir 20 mín.  10-10.  Það sem eftir lifði hálfleiks skiptust liðin á að leiða en við náum að klára hálfleikinn með flottu marki þegar lokaflautið gall. Staðan í hálfleik 13-14.  Liðið að spila ljómandi vel á köflum en þurfum aðeins að ná tökum á sjálfum okkur og laga varnarleikinn.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel og náðum strax yfirhöndinni í leiknum og leiddum leikinn og bættum við mörkum jafnt og þétt. Staðan eftir 40 mín. 16-19.  Við héldum áfram að spila okkar leik, stóðum vörnina vel að mestu og sóknarleikurinn gekk alveg þokkalega. Staðan eftir 50 mín. 22-24.  Við bættum við næstu mínútur og maður var farinn að halda að við myndum landa léttum sigri, en það fór ekki svo. Við hættum að sækja á markið af fullum krafti og andstæðingarnir gengu á lagið og náðu að jafna leikinn 26-26 þegar 4 mín. voru eftir.  Pressan var því kominn á okkar lið, við stóðumst þá pressu vel og rifum okkur afstað enda ekki um annað að ræða. Við kláruðum  næstu sókn  með marki og unnum svo vel  í vörninni.  Arnar Snær setti svo síðasta markið þegar um 20 sek. voru eftir og góður sigur í höfn.  Virkilega góður sigur og mér fannst hann sanngjarn.  Við unnum vel fyrir þessum stigum í kvöld margir leikmenn að skila mörkum, margir leikmenn að spila betur en undanfarið og ég held að við séum á réttri leið núna. Við þurfum samt að halda okkur við skipulagið og byggja ofan á það sem við höfum verið að sýna á undanförnum leikjum.   Vel gert drengir og tvö stig í húsi.  Næsti leikur er á heimavelli á fimmtudag en þá fáum við UMFA í heimsókn í Safamýrina, endilega látið sjá ykkur á þeim leik.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!