fbpx
Leikhlé Selfoss vefur

Spennandi Evrópuleikir um helgina, FRAM – Grude Autoherc


Ragnarsmótsmeistarar 2015
Stelpurnar okkar í handboltanum munu um helgina leika tvo leiki í 2. umferð EHF Cup, leikið verður gegn bosníska liðinu Grude Autoherc og fara báðir leikir liðsins fram á okkar heimavelli í Safamýrinni.  Fyrri leikurinn verður á föstudag 16. okt. Kl. 19:00 og er það heimaleikur bosníska liðsins.  Seinni leikurinn sem er þar af leiðandi okkar heimaleikur verður svo daginn eftir eða laugardaginn 17. okt. Kl. 18:00.
Það er lítið vitað um þetta bosníska lið en liðið var númer 1 í bosnísku deildinni á síðasta tímabili og eru að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn.  Það er  rík hefð fyrir handabolta á þessu svæði, alveg ljóst að þetta lið kann handbolta og þetta verður því gríðarlega erfitt verkefni sem stelpurnar fá um helgina.  Það er alltaf spennandi að máta sig við lið frá öðrum löndum og stelpurnar eru spenntar að mæta Grude.

FRAMarar og aðrir handbolta áhugamenn eru hvattir til að mæta á leikina um helgina, það verður kveikt upp í grillinu  klukkutíma fyrir leik, báða dagana.  Tilboð á báða leikina kr. 1500.-  Annars kostar kr. 1000.- inn á leikinn.  Þeir sem vilja styrkja liðið geta greitt meira en tekið er á móti framlögum í miðasölunni.  Það kostar mikið að taka þátt í svona keppni og hvetjum við alla FRAMarar til að mæta og styðja liðið innan vallar sem utan.  Sjáumst um helgina og stelpurnar vonast eftir því að sjá ykkur öll.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!