Strákarnir okkar í handboltanum mættu kjúklingunum úr Mosó í Olísdeildinni en leikið var í Safamýrinni. Það var bara vel mætt á leikinn í kvöld og flott stemming í húsinu, virkilega gaman að heyra í okkar fólki og stuð á pöllunum, glæsilegt FRAMarar.
Leikurinn í kvöld byrjaði fjörlega en við samt ekki nógu vel með á nótunum sóknarlega, varnarlega vorum við flottir. Við vorum klaufar sóknarlega, gerðum mikið af klaufa misstökum og eitthvað óðagot á okkur. Það breyttist þegar Siggi Þorsteins mætti á svæðið en hann átti flottan leik í fyrri hálfleik. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, staðan eftir 10 mín. 1-4 við ekkert að gera sóknarlega. Við náðum litlum tökum á okkar sóknarleiknum á næstu mínútum, staðan eftir 20 mín 3-4. Við fengum samt færi til að gera betur en nýttum þau fáu illa. Varnarlega vorum við hins vegar góðir og það hélt okkur á floti. Siggi Þorsteins kom inn eftir c.a 15 mín leik og hann tók strax af skarið virkilega góður hálfleikur hjá honum. Við náðum að jafna leikinn 7-7 á 27 mín. og komast yfir en staðan í hálfleik 8-8. Gríðarlegar fjörugur leikur, mikið tekist á í vörninn en heiðarlega leikinn, sóknarleikur liðanna náði hins vegar ekki að leysa þennan sterka varnarleik sem bæði liðin léku. Markverðir beggja liða góðir í fyrri hálfleik. Flott uppskrift fyrir síðari hluta leiksins.
Það varð algjörlega raunin fyrir okkur FRAMara, við mættum vel stemmdir til leiks og tókum strax öll völd á vellinum. Sóknarleikurinn batnaði til muna og vörnin var frábær, ég sá gömlu geðveikina í mannskapnum, hrikalega gaman að sjá leikmenn leggja sig svona gjörsamlega í leikinn. Staðan eftir 40 mín. 12-9, en við stoppuðum ekkert, því við náðum mest sex marka forrustu 15-9 og staðan eftir 50 mín. 16-11. Kjúklingarnir skoruðu 1 mark á fyrstu 14 mín. síðari hálfleiks, frábær varnarleikur og Kristófer góður. Við kláruðum svo þennan leik sannfærandi 20-14. Flottur leikur hjá okkar strákum og klárlega þeirra besti leikur í vetur, þá meina ég heill leikur. Varnarleikur liðsins í kvöld var frábær, Kristófer var góður og sóknarleikurinn fór batnandi þegar á leikinn leið. Toggi og Siggi voru flottir hvor í sínum hálfleik, Arnar Freyr Arnarsson virkilega góður en allir leikmenn liðsins fá hrós fyrir sína frammistöðu í kvöld. Vel gert FRAMarar og við viljum sjá meira af þessu í næstu leikjum. Næsti leikur er eftir slétta viku á heimavelli gegn FH, sjáumst þá.
Hrós kvöldsins frá FRAMarar sem mættu á leikinn og létu loks í sér heyra, hrikalega mikilvægt að fá þennan stuðning á heimavelli. Strákarnir í 6. fl.karla fá sérstakt hrós þið voruð flottasti.
ÁFRAM FRAM