fbpx
Grude - FRAM vefur

Öruggur 16 marka sigur á Grude í Evrópukeppninni

Grude FRAM IIStelpurnar okkar í handboltanum léku í kvöld fyrri leik sinn gegn bosníska liðinu Grude Autoherc en leikið var í Safamýrinni.  Það var bara vel mætt og ágætis stemming í húsinu, strákarnir í 6 flokki voru mættir aftur og bara stuð á strákunum.
Við vissum mjög lítið um þetta lið frá Bosníu en eftir æfinguna í gær læddist að manni sá grunur að þetta lið væri ekki mjög sterkt. Það kom líka á daginn, það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta lið var ekki að fara að veita okkur mikla keppni.  Leikurinn byrjaði samt rólega og leikurinn var jafn í rúmlega 10 mín. en eftir það var þetta algjör einstefna.  Staðan eftir c.a 12 mín 6-6 en þá settum við 6-7 mörk í röð og staðan í hálfleik 9-21.   Það var í raun fátt um fína drætti hjá þessu bosnískaliði því miður.
Síðari hálfleikur var því í raun formsatriði en mikilvægt að klára svona leiki vel, það er aldrei að vita hvað gerist í þeim næsta, ha.  Við duttum aðeins niður á tímabili í síðari hálfleik og minnstur munur var um 10 mörk. Við spýttum svo aðeins í og lönduðum öruggum sigri 22-38.  Stefán náði að leyfa mörgum leikmönnum að spila í kvöld og dreifa þannig álaginu fyrir seinni leikinn sem verður á morgun og ég á ekki von á því að þessi leikur sitji verulega í mannskapnum.  Stelpurnar verða samt að mæta vel stemmdar til leiks á morgun og klára þetta verkefni með sóma.  Markaskorun dreifðist töluvert en Ragnheiður var með 8 mörk, Hildur 7 kvikindi en aðrir minna. Guðrún átti góðan leik en hefur oft fengið á sig erfiðari skot um ævina.  Flottur sigur og ljóst að stelpurnar þurfa að fara að safna fyrir næstu umferð í Evrópukeppninni.  Seinni leikurinn gegn Grude verður á morgun í Safamýrinni kl. 18:00 og er það okkar heimaleikur. Við hvetjum alla FRAMara til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar í þessu spenndi verkefni sem Evrópukeppnin er. Sjáumst á morgun kl. 18:00.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email