fbpx
Grude - FRAM vefur

Öruggur 16 marka sigur á Grude í Evrópukeppninni

Grude FRAM IIStelpurnar okkar í handboltanum léku í kvöld fyrri leik sinn gegn bosníska liðinu Grude Autoherc en leikið var í Safamýrinni.  Það var bara vel mætt og ágætis stemming í húsinu, strákarnir í 6 flokki voru mættir aftur og bara stuð á strákunum.
Við vissum mjög lítið um þetta lið frá Bosníu en eftir æfinguna í gær læddist að manni sá grunur að þetta lið væri ekki mjög sterkt. Það kom líka á daginn, það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta lið var ekki að fara að veita okkur mikla keppni.  Leikurinn byrjaði samt rólega og leikurinn var jafn í rúmlega 10 mín. en eftir það var þetta algjör einstefna.  Staðan eftir c.a 12 mín 6-6 en þá settum við 6-7 mörk í röð og staðan í hálfleik 9-21.   Það var í raun fátt um fína drætti hjá þessu bosnískaliði því miður.
Síðari hálfleikur var því í raun formsatriði en mikilvægt að klára svona leiki vel, það er aldrei að vita hvað gerist í þeim næsta, ha.  Við duttum aðeins niður á tímabili í síðari hálfleik og minnstur munur var um 10 mörk. Við spýttum svo aðeins í og lönduðum öruggum sigri 22-38.  Stefán náði að leyfa mörgum leikmönnum að spila í kvöld og dreifa þannig álaginu fyrir seinni leikinn sem verður á morgun og ég á ekki von á því að þessi leikur sitji verulega í mannskapnum.  Stelpurnar verða samt að mæta vel stemmdar til leiks á morgun og klára þetta verkefni með sóma.  Markaskorun dreifðist töluvert en Ragnheiður var með 8 mörk, Hildur 7 kvikindi en aðrir minna. Guðrún átti góðan leik en hefur oft fengið á sig erfiðari skot um ævina.  Flottur sigur og ljóst að stelpurnar þurfa að fara að safna fyrir næstu umferð í Evrópukeppninni.  Seinni leikurinn gegn Grude verður á morgun í Safamýrinni kl. 18:00 og er það okkar heimaleikur. Við hvetjum alla FRAMara til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar í þessu spenndi verkefni sem Evrópukeppnin er. Sjáumst á morgun kl. 18:00.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!