fbpx
Elísabet

Sigur FRAM á Grude í Evrópukeppni kvenna í dag.

IMG_3410Stelpurnar okkar í handboltanum léku í dag seinni leik sinn í 2. umferð Evrópukeppninnar EHF-CUP í handbolta, leikið var í Safamýrinni.  Það var eins og í gær ágætlega mætt og sérstaklega var gaman að sjá strákana í 6. fl. þeir voru sko mættir,  ef þessir drengir verða ekki afreksmenn í íþróttum þá verða þeir flottustu FRAMarar sem ég hef séð. Dásamlegt að sjá ykkur og endilega látið þetta ganga “handbolti er skemmtilegur” við þurfum meira af svona skemmtilegu fólki á öllum aldri.
Eftir leikinn í gær þá var auðvitað ekki að miklu að keppa, því miður, þannig að ég fór ekki með miklar væntingar á leikinn.   Var samt að vona að við myndum standa í lappirnar og vinna þennan leik nokkuð sannfærandi.
Leikurinn í dag byrjaði eins og í gær liðin jöfn en ég hafði á tilfinningunni að andstæðingarnir væru meira spenntir fyri þessum leik en við.  Við mættum með nýtt byrjunnarlið og Stefán greinilega að gefa stelpunum færi á að sanna sig þ.e þeim sem ekki byrjuðu í gær.  Það gekk því miður misjafnlega því við vorum ekki að spila vel, hálfgert slen yfir öllum og ekki gaman að byrja leik með þeim hætti.  Staðan eftir 12 mín. eins og í gær 6-6.  Við skutum illa og það var engin einbeyting í liðinu, bara Íris sem var að berjast á fullu aðrir á 50% hraða. Við kláruðum hálfeikinn illa, 12-12 í hálfleik, en hefðum átt að vera mörgum mörkum yfir í hálfleik, svo illa fórum við með okkar færi og fyrri hálfleikur hreinlega leiðinlegur.
Við mættu ekki til leiks í síðari hálfleiki,  það var bara þannig, héldu áfram að spila mjög illa í vörn og sókn, lentum undir 16-21 eftir 41 mín. þá fauk smá í þjálfara liðsins enda orðið gott.  Hann skipti um lið og setti okkar besta lið inn á leikvöllinn, það tók liðið um 15 mín að jafna leikinn í 24-24, en það þurfti að hafa aðeins fyrir því.  Við komust svo fyrst yfir þegar þrjár mín voru eftir af leiknum 27-26 en Grude náði að jafna þegar 10 sek. voru til leiksloka.  Við skelltum því í hraða sókn sem endaði með því að Sigurbjörg smellti sér í gegn en brotið á henni og “sérstakir dómarar leiksins frá Lúxemburg” dæmdu réttilega vítakast, leikurinn búinn.  Ragnheiður fór  á punktinn og skoraði örugglega, 28-27, sigur í höfn. Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega þegar maður á það ekkert sérstaklega skilið, við vorum svo sem betra liðið í þessari viðureign, það er kárt.  Ég veit svo sem ekki hvað ég á að segja en við unnum þennan leik og gerðum það vel, áttum aldrei að vera í vandræðum með að vinna þetta lið enda miklu betri.  Evrópukeppnin er sérstök keppni og þar þarf bara að klára dæmið og ekkert meira, þannig að við vorum svo sem ekki  í neinum vandræðum með þessar bosnísku stelpur, við vorum bara betri á öllum sviðum handboltans.  Glæsilegt að klára þessa tvo leiki og nú þurfum við að undirbúa okkur vel fyrir næstu umferð sem verðum um miðjan nóvember en þá mætum við rúmesku meisturunum í Roman.  Það verður örugglega erfitt og spennandi verkefni, njótið því dagsins og til hamingju með sigurinn.  Stelpurnar munu spila mikið á næstu dögum, látið því endilega sjá ykkur og styðið stelpurnar, þær eiga það skilið.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!